Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 12:00 Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson. Vísir/Samsett/WPA Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. Danmörk, lið Guðmundar Guðmundssonar, tapaði fyrir Ungverjalandi, og Þýskaland, landslið Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Katar. Bæði lið Ungverjalands og Katar enduðu í 4. sæti í sínum riðli, eins og Ísland, og bæði lið Þýskalands og Danmerkur voru búin að vinna fimm fyrstu leiki sína á HM í Frakklandi. Það sem meira er landsliðin unnu hvor um sig einn stóran titil á síðasta ári. Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í Póllandi fyrir ári síðan og Danir unnu Ólympíugullið í Ríó í ágúst. Þegar bæði Evrópumeistararnir og Ólympíumeistararnir detta út úr sextán liða úrslitum á sama degi er ekki úr vegi að skoða hvernig landsliðum í sömu sporum hefur gengið á HM undanfarna áratugi. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að þetta er söguleg slæmt. Þjóðverjar enda í 9. sæti á HM í ár eða í nákvæmlega sama sæti og þegar þeir komu síðast á heimsmeistaramót sem ríkjandi Evrópumeistarar í Túnis 2005. Aðeins einum Evrópumeisturum hefur gengið verr en Evrópumeistarar Svía urðu aðeins í 13. sæti á HM 2003. Svíar voru þá að fara í gegnum risastór kynslóðarskipti en Þjóðverjar eru með sitt Evrópumeistaralið á besta aldri. Danir enda í 10. sæti á HM og aðeins eitt landslið hefur mætt á HM eftir sigur á Ólympíuleikum og ekki náð betri árangri. Króatar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í Kumamoto 1997, ári eftir á þeir unnu Ólympíugullið í Atlanta. Á síðustu tuttugu árum hafði versti árangur Ólympíumeistara verið sjötta sæti hjá Frökkum á HM 2013 og hjá Rússum á HM 2001.Ólympíumeistarar og næsta HM á eftir: Danmörk á HM 2017 - 10. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2013 - 6. sæti (8 liða úrslit) Frakkland á HM 2009 - Heimsmeistarar Króatía á HM 2005 - Silfurverðlaun Rússland á HM 2001 - 6. sæti (8 liða úrsliti) Króatía á HM 1997 - 13. sæti (16 liða úrslit) Rússland (Samveldið) á HM 1993 - Heimsmeistarar Sovétríkin á HM 1990 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1986 - Heimsmeistarar Austur-Þýskaland á HM 1982 - 6. sæti (milliriðill) Sovétríkin á HM 1978 - Silfurverðlaun Júgóslavía á HM 1974 - BronsverðlaunEvrópumeistarar og næsta HM á eftir: Þýskaland á HM 2017 - 9. sæti (16 liða úrslit) Frakkland á HM 2015 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2013 - Silfurverðlaun Frakkland á HM 2011 - Heimsmeistarar Danmörk á HM 2009 - 4. sæti Frakkland á HM 2007 - 4. sæti Þýskaland á HM 2005 - 9. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2003 - 13. sæti (milliriðill) Svíþjóð á HM 2001 - Silfurverðlaun Svíþjóð á HM 1999 - Heimsmeistarar Rússland á HM 1997 - Heimsmeistarar Svíþjóð á HM 1995 - Bronsverðlaun
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira