Líkir kosningaloforðum ríkistjórnarflokkanna við kjötloku án kjöts Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:52 Logi Már Einarsson flytur ræðu sína Vísir/Ernir „Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
„Ef við berum saman kosningaloforð stjórnarflokkanna og stjórnarsáttmálann birtist merkilegt ósamræmi: Stórfelld uppbygging heilbrigðis- og menntakerfisins, viðamiklar kerfisbreytingar, þjóðaratkvæðargreiðsla um ESB viðræður, breytingar á stjórnarskrá eru allt mál sem virðast að finna sér nýjan og óvæntan farveg í stjórnarsamstarfinu. Flokkarnir lofuðu þessu fyrir kosningar en slík fyrirheit eru ekki í sáttmálanum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á Alþingi. Þar fara nú fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra en umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.Logi líkti þessu við vörusvikum í matvælaframleiðslu. „Við þekkjum nýleg dæmi úr matvælaframleiðslu, þar sem kjötlokur voru án kjöts og brúnegg, með vistvænum stimpli, voru lítið annað en útlitið. Það kölluðu menn vörusvik og vörunum var skilað. Því miður er ekki hægt að skila atkvæði.“ Áfram vegið að velferðinniLogi ræddi meðal annars um að það vantaði tillögur um hvernig bæta mætti menntamál sem og húsnæðismál en einnig kom fram gagnrýni á skattastefnu núverandi ríkisstjórnar sem þingmanni finnst svipa mikið til þeirrar stefnu sem var við lýði hjá stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi verið að verki hægri sinnuð skatta- og veflerðapólitík. „Allt bendir til þess að ný ríkisstjórn muni feta sömu slóð. Áfram verði vegið að velferðinni. Ríkisstjórnin gefur ekki skýr fyrirheit um hvernig á að takast á við vanda þúsunda barna sem búa við skort og fátækt, húsnæðisvanda ungs fólks eða aukinni misskiptingu í samfélaginu. Við það verður ekki unað.“ Undirtónn ræðunnar voru áhyggjur þingmannsins á miskiptingu valdsins í landinu. Logi leggur þó jafnfram áherslu á að þingið ætti að geta unnið að því sameiningu að vinna að bættu samfélagi og leggur hann áherslu á að huga þurfi sérstaklega að þremur grunnstoðum samfélagsins; Velferðinni, skipulögðum vinnumarkaði og ábyrgri efnahagsstjórn. „Þótt við jafnaðarmenn séum tímabundið agnarlítill þingflokkur, munum við berjast áfram fyrir hugsjónum okkar: Fyrir almannahagsmunum, gegn sérhagsmunum og af alefli gegn því að lýðræðið láti í minni pokann fyrir auðræðinu.“ segir Logi og steig úr ræðustóli.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira