Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2017 14:50 Katla er ein stærsta eldstöð landsins. vísir/vilhelm Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar. Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar.
Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent