Innlent

Kvíðið starfs­fólk, hand­tökur og fornminjafundur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld.
Kolbeinn Tumi Daðason les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir félagsfólk kvíðið vegna stöðu Norðuráls á Grundartanga. Óljóst er hve langan tíma mun taka að koma framleiðslu fyrirtækisins í fullan gang á ný og forsætisráðherra segir stöðuna grafalvarlega. Við förum á Grundartanga í kvöldfréttum og ræðum við formann Samtaka Iðnaðarins í beinni en mikið tjón gæti blasað við.

Sex voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara vegna gruns um brot fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Nánar um málið í kvöldfréttum.

Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fyrir hönd foreldranna, sem hafa þurft að standa sjálf straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Við sjáum myndir frá leitinni og fjöllum um málið í kvöldfréttum.

Við verðum í beinni frá Arnarhóli þar sem samstöðufundur vegna kvennaverkfalls fer fram á morgun. Skipulag aðgerðanna hefur verið gagnrýnt og við heyrum í skipuleggjanda í beinni.

Þá fylgjumst við með skóflustungu vegna framkvæmda við Vesturbugt sem eru að hefjast eftir miklar tafir og hittum unga stúlku sem færði Þjóðminjasafninu ævafornan mun sem hún fann.

Í Sportpakkanum verður rætt við framkvæmdastjóra KKÍ um veðmálastarfsemi og í Íslandi í dag hittir Vala Matt konu segir tiltekið matarræði hafa hjálpað sér í gegnum krabbameinsmeðferð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Sýnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×