Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 20:21 Donald Trump undirritaði tilskipunina í gær. vísir/epa Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42
Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00