Malia Obama mótmælir áformum Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2017 20:30 Malia Obama á mótmælunum ásamt vinkonu sinni. vísir/ap Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa
Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Sjá meira
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent