Landbúnaður njóti áfram ríkisstuðnings Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í gær. vísir/ernir „Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira