Vonbrigði að verða ekki nýir ráðherrar Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða. vísir/Anton Brink Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira