Verðandi varnarmálaráðherra hefur miklar áhyggjur af aðgerðum Rússa og Kínverja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 James Mattis þegar hann mætti fyrir nefnd í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi landgönguliða og val Donalds Trump í embætti varnarmálaráðherra, styður hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers í Eystrasaltslöndunum til að vinna að öryggi þeirra gegn Rússum. Þetta sagði Mattis í yfirheyrslu á fundi þingnefndar sem hefur það hlutverk að staðfesta eða hafna tilnefningum í ráðherraembætti. Mattis sagðist jafnframt hafa áhyggjur af framgangi Rússa á nokkrum vígstöðvum, meðal annars í sýrlensku borginni Aleppo og í Úkraínu. „Frá því á leiðtogafundinum í Jalta árið 1945 höfum við reynt samstarf við Rússa án árangurs. Það sem er mikilvægast þessa stundina er að gera sér grein fyrir því að Vladimír Pútín [Rússlandsforseti] er að reyna að eyðileggja Atlantshafsbandalagið. Við eigum að taka nauðsynleg skref til þess að verja okkur,“ sagði Mattis. Hann sagði heimskerfið ekki hafa sætt jafn miklum árásum frá því í síðari heimsstyrjöld. Það væri vegna Rússa, aðgerða Kínverja í Suður-Kínahafi og hryðjuverkasamtaka. Varnir væru því mikilvægar og þær þörfnuðust sterks hers.Mörg ummæla Mattis hafa vakið lukkuFormaður nefndarinnar og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn John McCain spurði þá hvort herinn væri nægilega sterkur í núverandi mynd. Svar Mattis var einfalt: „Nei, herra.“ Mattis sagðist mikill stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins (NATO). „NATO er miðlægt í varnarmálum okkar. Það byggir undir stöðugleika í Evrópu og er varnarbandalag sem hjálpar okkur að viðhalda okkar gildum,“ sagði Mattis. „Sé litið til sögunnar er hún mjög skýr. Ríki sem eiga sterka bandamenn þrífast en ríki án þeirra veslast upp,“ sagði hann að auki, en Mattis er sagnfræðingur að mennt. Kirsten Gillibrand, einn nefndarmanna, spurði Mattis þá út í hvort opnun fyrir herþjónustu hinsegin fólks hefði veikt herinn. „Mér hefur alltaf verið sama um með hverjum tveir samþykkir, fullorðnir aðilar fara í rúmið. Það skiptir engu máli. Það eina sem skiptir máli í þessu samhengi er að viðkomandi séu í fullnægjandi ástandi til að þjóna í hernum,“ svaraði Mattis. Lög eru í Bandaríkjunum um að stjórn yfir hernum verði ávallt í höndum almennra borgara en ekki hermanna sjálfra. Því mega varnarmálaráðherrar ekki hafa unnið fyrir herinn í sjö ár áður en þeir taka við embætti. Mattis vantar hins vegar fjögur ár upp á það skilyrði. Því mun hann þurfa undanþágu. Fyrrgreind nefnd mun skera úr um hvort hann fái hana. Sjálfur sagði Mattis löggjöfina mikilvæga. „Stjórn almennra borgara yfir hernum er grunngildi bandaríska hersins. Ef báðar deildir þingsins samþykkja undanþáguna mun ég stýra aðgerðum hersins sem almennur borgari,“ sagði hann. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira