Segir ákvörðun forsætisráðherra lýsa valdhroka Höskuldur Kári Schram skrifar 18. janúar 2017 18:45 Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sýni þinginu valdhroka og óvirðingu með því að mæta ekki á fund efnahags- og viðskiptanefndar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. Skýrslan var gerð opinber í byrjun janúarmánaðar þremur mánuðum eftir að starfshópur, sem sá um gerð hennar, lauk sinni vinnu. Bjarni Benediktsson hefur verið sakaður um að bíða með birtingu skýrslunnar fram yfir kosningar og í síðustu viku óskuðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir því að Bjarni kæmi á fund nefndarinnar til að skýra málið. Bjarni hafnaði hins vegar þessari beiðni í gær og vísaði til þess að hann hafi nú þegar tjáð sig um málið í fjölmiðlum. Hins vegar sagðist hann tilbúinn að taka þátt í umræðum um málið á vettvangi Alþingis. Smári McCarthy þingmaður Pírata gagnrýnir þessa afstöðu. „Þetta er frekar mikill valdhroki og óvirðing gagnvart þinginu. Þingið hefur mikilvægu eftirlitshlutverki að gegna gagnvart stjórnvöldum,“ segir Smári. Hann segir að ráðherra hafi vísvitandi stungið skýrslunni undir stól fram yfir kosningar og telur eðlilegt að Bjarni mæti á fund nefndarinnar til að svara spurningum þingmanna. Undir þetta tekur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sem segir þetta ekki í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um bætt vinnubrögð á Alþingi. „Hann hefur vissulega gefið skýringar á þessu í fjölmiðlum en ég tel að hann hefði átt að nýta það tækifæri að skýra þetta líka fyrir nefndinni. Hann hefur viðurkennt að þetta hafi verið mistök þannig að þarna hafði hann tækifæri til að tala beint við þingið. Mér finnst þetta ekki gefa gott fordæmi ef ráðherrar ætla almennt að fara að eiga samskipti við þingið í gegnum fjölmiðla,“ segir Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06 Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Bjarni afþakkar boð um fund með efnahags-og viðskiptanefnd Bjarni Benediktsson ætlar ekki að koma á fund efnahags-og viðskiptanefndar og ræða framgöngu sína við birtingu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Smári McCarthy, fulltrúi Pírata í nefndinni gagnrýnir Bjarna harkalega fyrir ákvörðun sína. 17. janúar 2017 23:06
Katrín segir óásættanlegt að Bjarni telji nægja að skýra mál sitt í fjölmiðlum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er hissa á því að Bjarni ætli ekki að nýta sér tækifætið til að skýra mál sitt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd. 18. janúar 2017 11:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent