Hrokafullur Lazarov flúði frá íslenskum fjölmiðlum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. janúar 2017 21:52 Stórstjarna Makedóníu, Kiril Lazarov, vann sér ekki inn marga punkta hjá íslenskum fjölmiðlum í kvöld með hegðun sinni eftir tap Makedóníu gegn Spáni í kvöld. Fyrst lofaði Lazarov RÚV viðtali á leið sinni um viðtalssvæðið en sveik það svo með því að reyna að hlaupa í gegnum viðtalssvæðið eftir að hafa talað við nokkra makedónska fjölmiðla. Blaðamaður Vísis greip Lazarov á lokasprettinum út af svæðinu og það kom nú ekkert sérstakt bros á Makedónann er ofanritaður kynnti sig frá Íslandi. Ég byrjaði á að spyrja Lazarov út í svekkjandi tap. „Nei, nei, nei. Við erum mjög sáttir,“ sagði Lazarov hrokafullur en Makedónarnir voru mjög ósáttir við dómara leiksins og þeir eru líka ekkert allt of sáttir að fá aðeins 19 tíma hvíld fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. „Við höfum lítinn tíma til þess að jafna okkur í þessari íþrótt og nú erum við farnir að sofa. Ísland fékk meiri tíma til þess að undirbúa sig og verða ferskari en við.“ Ekki gafst kostur á frekari spurningum því Lazarov var farinn eftir þessar rúmu 20 sekúndur sem hann gaf Vísi. Hinn litskrúðugi þjálfari Makedóníu, Lino Cervar, var þungur á brún á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það verður erfitt fyrir okkur að vera ferskir á morgun. Vonandi geta strákarnir samt sýnt karakter og þrautseigju gegn Íslandi. Það er nýr dagur á morgun,“ sagði Cervar en hann sagðist ekki vera til í að tala um Ísland er hann var inntur eftir því. Hann var enn að jafna sig á tapinu í kvöld.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08 Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00 Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00 Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Stórstjarna Makedóníu, Kiril Lazarov, vann sér ekki inn marga punkta hjá íslenskum fjölmiðlum í kvöld með hegðun sinni eftir tap Makedóníu gegn Spáni í kvöld. Fyrst lofaði Lazarov RÚV viðtali á leið sinni um viðtalssvæðið en sveik það svo með því að reyna að hlaupa í gegnum viðtalssvæðið eftir að hafa talað við nokkra makedónska fjölmiðla. Blaðamaður Vísis greip Lazarov á lokasprettinum út af svæðinu og það kom nú ekkert sérstakt bros á Makedónann er ofanritaður kynnti sig frá Íslandi. Ég byrjaði á að spyrja Lazarov út í svekkjandi tap. „Nei, nei, nei. Við erum mjög sáttir,“ sagði Lazarov hrokafullur en Makedónarnir voru mjög ósáttir við dómara leiksins og þeir eru líka ekkert allt of sáttir að fá aðeins 19 tíma hvíld fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. „Við höfum lítinn tíma til þess að jafna okkur í þessari íþrótt og nú erum við farnir að sofa. Ísland fékk meiri tíma til þess að undirbúa sig og verða ferskari en við.“ Ekki gafst kostur á frekari spurningum því Lazarov var farinn eftir þessar rúmu 20 sekúndur sem hann gaf Vísi. Hinn litskrúðugi þjálfari Makedóníu, Lino Cervar, var þungur á brún á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það verður erfitt fyrir okkur að vera ferskir á morgun. Vonandi geta strákarnir samt sýnt karakter og þrautseigju gegn Íslandi. Það er nýr dagur á morgun,“ sagði Cervar en hann sagðist ekki vera til í að tala um Ísland er hann var inntur eftir því. Hann var enn að jafna sig á tapinu í kvöld.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08 Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00 Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00 Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18 Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Sjá meira
Örlög strákanna okkar í þeirra höndum eftir sigur Spánverja Spánn kláraði Makedóníu á endasprettinum og lagði upp úrslitaleik um þriðja sætið fyrir Ísland. 18. janúar 2017 21:08
Geir: Allt galopið í báða enda Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að þeir sem glími við meiðsli verði til í slaginn gegn Makedóníu annað kvöld. 18. janúar 2017 15:00
Guðjón Valur um besta mann Makedóníu: Hann er ekki góður varnarmaður Kiril Lazarov er frábær skytta og markavél mikil en varnarleikur er ekki hans sterkasta lið. 18. janúar 2017 20:00
Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Þýskaland lenti í vandræðum gegn Hvíta-Rússlandi og Danir áttu í basli með Barein. 18. janúar 2017 18:18
Arnar Freyr: Gömlu kallarnir eru líka fyndnir Hinn ungi og sterki Arnar Freyr Arnarsson hefur minnt á sig á sínu fyrsa stórmóti og sýnt á köflum hvers hann er megnugur. Flottur strákur sem á framtíðina fyrir sér. 18. janúar 2017 16:00