Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 09:05 Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en bílnum var numið staðar við stóra jólatréð á markaðssvæðinu. Vísir/AFP Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45
Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17