Ennþá ágreiningur um stór mál Ásgeir Erlendsson skrifar 11. desember 2016 19:30 Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ríkisstjórnarsamstarf flokkanna fimm, sem hafa verið í óformlegum viðræðum, ræðst í kvöld eða snemma í fyrramálið. Formaður Vinstri grænna segir að flokkarnir fimm eigi enn eftir að ná samkomulagi um stefnu í stórum málaflokkum. Níu dagar eru síðan Guðni Th. Jóhannesson afhenti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata stjórnarmyndunarumboð. Undanfarna daga hafa fulltrúar Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum. Fulltrúar flokkanna hittust á nefndarsviði Alþingis síðdegis til að ræða sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar sagði á Bylgjunni í dag að nú væri komið að þeim tímapunkti í viðræðunum að menn yrðu að leggja mat á framhaldið. Enginn niðurstaða væri komin sjávarútvegsmálin en Benedikt Jóhannsson formaður flokksins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að flokkarnir væru jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það er ekki komin nein niðurstaða þar. Það er alveg ljóst að þar eru ólíkar áherslur, annars vegar flokkar sem vilja bara gamaldags skattahækkanir og hins vegar flokkar sem vilja markaðslausnir í þessu. “ Sagði Þorsteinn á Sprengisandi Bylgjunnar í dag. Formenn flokkanna fimm koma til með að funda í Alþingishúsinu klukkan hálf átta í kvöld og í kjölfarið verður svo efnt til þingflokksfunda. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að enn eigi eftir að móta tillögur um hvernig flokkarnir geti mæst í stóru málunum. „Við getum sagt að það er svona aukinn skilningur milli flokka á hvar þeir standa, hvað ber í milli og hvað þeir eiga sameiginlegt en það sem enn er eftir að gera er að móta raunverulegar tillögur um hvar við getum mæst og hvaða lausnir við sjáum í stóru pólitísku málunum sem þurfa að vera undirstaða fyrir ríkisstjórnarsamstarfi.“ Segir Katrín. Birgitta Jónsdóttir sagði í samtali við fréttastofu að enginn Pírati myndi tjá sig um gang viðræðnanna í dag en í gær sagði Smári McCarty, þingmaður, flokksins að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm myndu ná saman. „Mér finnst ekki tímabært að segja neitt til um það fyrr en við erum komin með eitthvað haldfast á borðið.“ Segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira