Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 15:36 Línur ættu að skýrast á fundi formannanna. vísir/stefán Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum auk uppbyggingu innviða hafi verið ein ástæða þess að ekki náðist samstaða meðal flokkanna fimm að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Það er það sem helst má lesa út úr yfirlýsingu frá flokknum sem að mati sumra vekur fleiri spurningar og svör. Eftir tíu daga samtal Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar varð ljóst á þriðja tímanum í dag að ekki næðist nægur samhljómur. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilar umboðinu til forseta Íslands í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir í samtali við Vísi ekki meta það svo að viðræðurnar hafi frekað strandað á Vinstri grænum en öðrum flokkum. „Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín.Vinstri grænir sendu frá sér yfirlýsingu um klukkustund eftir að fundi lauk. Kolbeinn Proppé, nýr þingmaður VG, deildi yfirlýsingunni á Facebook og hafa þónokkrir sett spurningamerki við yfirlýsinguna. Eru forystufólk í Samfylkingunni og fólk tengt flokknum áberandi í ummælakerfinu við færslu Kolbeins. Fólk úr Viðreisn kennir greinilega Vinstri grænum um hvernig fór um viðræðurnar sem nú er strand. Kosningastjórinn Stefanía Sigurðardóttir segist til að mynda ekkert skilja.Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, segir VG valda sér vonbrigðum.„Ég skil vel að það er ákveðinn ágreiningur um mikilvæg mál, en það hlýtur að liggja í augum uppi að þetta er lang„skársti“ kosturinn að ríkisstjórn, frá sjónarhóli allra þessara flokka.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi stöðu mála í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni þar sem þeirri spurningu var meðal annars velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira