Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 16:51 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Spjótin beinast að Vinstri grænum eftir að viðræðum fimm flokka lauk á þriðja tímanum í dag án þess að samkomulag næðist. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, vill ekki ganga svo langt að kenna Vinstri grænum um hvernig fór. Flokkkurinn sé einfaldlega með sína stefnu og hún séu öðruvísi en stefna annarra. Benedikt segir í samtali við Vísi að styttra hafi verið á milli Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar en á milli fyrrnefndra flokka og Vinstri grænna. Hann ítrekar þó að hann sé ekki að saka VG um neitt. Þá hafi hann ekki hugmynd um hver næstu skref verði. Birgitta Jónsdóttir skilar stjórnarmyndunarumboði Pírata til forseta Íslands klukkan 17 í dag. Bein útsending verður frá Bessastöðum á Vísi.Ánægður með viðræðurnar Óvíst er hvað Guðni Th. Jóhannesson geri í framhaldinu. Hvort næsti flokkur fái umboð eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga. Haldi Guðni sig við úrslit kosninga ættu Framsóknarmenn næst að fá umboð til myndun stjórnar. Næst kæmi Viðreisn. „Mér finnst eiginlega hvorugt. Mér finnst að menn eigi að fara yfir þetta í rólegheitum,“ segir Benedikt sem er ánægður með viðræðurnar þrátt fyrir allt. „Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman.“ Allir flokkarnir hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu mennta- og heilbrigðismála. Flokkarnir fjórir hafi verið með stærðargráðuna sjö milljarða eyrnamerkta málaflokkunum á meðan VG telji 27 milljarða þurfa til að sögn Benedikts. VG telur brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða til að svara ákalli úr samfélaginu. Til þess þurfi á þriðja tug milljarða.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor ræddi um stöðu mála í Reykjavík Síðdegis í dag. Var þeirri spurningu velt upp hvort Framsóknarflokkurinn ætti að fá umboð til stjórnarmyndunar. Fjarri áherslum annarra flokka Í tilkynningu frá Viðreisn segir að áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum hafi staðið fjarri áherslum hinna flokkanna. Benedikt segir jákvætt að allir flokkar virðist sammála um mikilvægi þess að ríkið fari ekki fram úr sér á tímum þar sem þenslumerki séu víða, ekki bara hjá flokkunum fimm heldur öllum sjö. „Menn átta sig á því að staðan í þjóðfélaginu er þannig að það væri ekki gott ef ríkið ýtti ekki undir spennu í þjóðfélaginu, næg er hún samt.“ Tilkynninguna frá Viðreisn má sjá í heild hér að neðan „Undanfarna níu daga hefur þingflokkurinn átt í viðræðum við Bjarta Framtíð, Pírata, Samfylkingu og Vinstri grænt framboð um stjórnarmyndun, undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Samtalið var gagnlegt og sýndi fram á að raunverulegur vilji til umbóta á Íslensku samfélagi er til staðar hjá öllum flokkunum. Því miður náðist þó ekki samstaða um mikilvæg efnisatriði. Einkum voru það áherslur VG í ríkisfjármálum, sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum sem stóðu fjarri áherslum hinna flokkanna. Sérstök ástæða er til að hrósa Birgittu Jónsdóttur og samstarfsfólki hennar í Pírötum fyrir vandaða verkstjórn í viðræðunum.“Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Viðreisn hefði fengið meira fylgi en Framsókn í kosningunum. Hið rétta er að Framsókn fékk átta þingmenn kjörna en Viðreisn sjö.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira