Þorvaldur skorar á Guðna að veita sér umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 23:00 Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Alþýðufylkingarinnar vill að Guðni Th. Jóhannesson, forseti, veit sér umboð til stjórnarmyndunar. vísir Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“ Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Formaður Alþýðufylkingarinnar skorar á forseta Íslands að veita fylkingunni umboð til að mynda utanþingsstjórn. Þetta kemur fram í opnu bréfi formannsins, Þorvaldar Þorvaldssonar, til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. „Í ljósi þess vandræðagangs sem einkennir tilraunir þeirra flokka sem sitja á Alþingi til að reyna að mynda ríkisstjórn viljum við hvetja þig til að leita til Alþýðufylkingarinnar og veita henni umboð til myndunar utanþingsstjórnar,“ segir Þorvaldur. Núverandi stjórnarkreppa varpi ljósi á djúpstæða kreppu í samfélaginu. „Þó að mikið sé talað um efnahagslegt góðæri, nær það aðeins til lítils hluta þjóðarinnar. Auk þess blasir við að þegar næsta efnahagsbóla springur verður það að óbreyttu enn á ný hinn fátæki skari sem verður látinn bera byrðarnar.“ Seðlabanki Íslands lækkaði í morgun stýrivextina um 0,25 prósent meðal annars þar sem hagvöxtur hefði verið umfram spár bankans.Fengu 575 atkvæði Alþýðufylkingin bauð fram í Alþingiskosningunum 2013, sveitastjórnarkosningunum 2014 og aftur í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. Þar fékk flokkurinn 575 atkvæði samanlagt eða um 0,3 prósent. Mest var fylgið í norðausturkjördæmi, tæplega eitt prósent. Ljóst er að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í nokkrum vanda með næstu skref. Fram hefur komið að hans vilji sé að ríkisstjórn sé mynduð fyrir jól en nú eru tíu dagar til jóla. Birgitta Jónsdóttir skilaði umboði til stjórnarmyndunar á Bessastaði á mánudag og eiga flokkarnir nú í óformlegum samtölum hver við annan. Þorvaldur minnir á ítarlega stefnuskrá flokksins í kosningunum.„Féfletta samfélagið í gegnum fjármálakerfið“ „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar, sem byggðist á áformum um félagsvæðingu innviða samfélagsins þar sem lykilatriði er að fjármálakerfið verði rekið félagslega, til að það hætti að draga til sín öll tiltæk verðmæti í samfélaginu og svelti þannig velferðina og aðra mikilvæga þjónustu við almenning.“ Hugmyndir annarra flokka séu samhengislausar eða beinlínis handbendi auðstéttarinnar svo hún geti áfram rakað saman gróða á kostnað alþýðunnar. „Þess vegna geta þeir ekki komið sér saman um lausnir á aðsteðjandi vandamálum, enda vilja þeir ekki ráðast að orsökum þeirra.“Grein Þorvaldar má lesa í heild sinni hér en þar ræðir hann nánar um mikilvægi þess að „koma í veg fyrir að fjármálafáveldið í landinu hafi opinn aðgang að því að féfletta samfélagið gegnum fjármálakerfið og aðrar samsteypur auðstéttarinnar.“
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira