Gary Lineker dýrkaði Tólfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:30 Vísir/Samsett Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05