Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb. skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Luka Modric er frægasti fótboltamaður Króata en þessi fyrrum leikmaður Tottenham spilar nú með Real Madrid. Vísir/Getty Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Íslenska landsliðið lendir í Zagreb í dag eftir góðan undirbúning í Parma en á meðan hefur króatíska landsliðið æft af krafti á Maksimir-vellinum. Það hefur mest verið talað um hvort lykilleikmaður liðsins, Luka Modric, geti spilað. „Hann mun líklega verða í byrjunarliðinu. Hann náði að spila með Real Madrid um síðustu helgi og ætti því að vera tilbúinn,“ segir Mihovil Topic, blaðamaður hjá Telegram í Zagreb, en hann fylgist vel með króatíska liðinu. „Hann er í allt öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn. Hann er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Króatíu. Hann er klókur, fljótur og maðurinn sem stýrir spili liðsins. Liðið er 30-40 prósent veikara án hans.“ Fjölmiðlar hafa talað af virðingu um íslenska liðið í aðdraganda leiksins og enginn hér í Zagreb gerir ráð fyrir auðveldum sigri króatíska liðsins. „Við búumst við mjög erfiðum leik því það sáu allir hvernig Ísland stóð sig á EM. Andrúmsloftið á leiknum verður auðvitað ekki eins öflugt og venjulega því það verða engir áhorfendur á leiknum,“ segir Topic en Króatar eru í heimaleikjabanni og því verður leikið fyrir luktum dyrum. Telur blaðamaðurinn að það muni hafa mikil áhrif á króatíska liðið? „Það mun klárlega hafa einhver áhrif en það er erfitt að segja hversu mikil áhrif. Það telur enginn í króatíska liðinu að þeir geti labbað yfir Íslendinga. Væntingarnar eru aftur á móti miklar hér. Á EM töpuðum við fyrir Portúgal en allir í Króatíu eru á því að við hefðum átt að vinna EM. Kröfurnar sem eru gerðar til liðsins eru að vinna Ísland og vinna riðilinn sem er þó mjög sterkur.“ Það er ekki búist við því að áhorfendur muni fjölmenna fyrir utan völlinn og reyna að búa til einhver læti sem síðan skila sér í takmörkuðu magni inn á völlinn. „Fólk verður heima fyrir framan sjónvarpið. Þó svo það væri leyfilegt að hafa áhorfendur þá væri líklega ekki uppselt. Það er sjaldan uppselt og stemningin mætti oft vera betri. Það selst ekki einu sinni upp á leiki gegn bestu þjóðum heims. Ástandið á fótboltanum í landinu er ekki gott út af reiði í garð knattspyrnusambandsins. Það hefur skilað sér í því að miklu færra fólk fer á völlinn núna en áður. Sérstaklega í deildinni. Það er öllum sama um hana.“ Topic bendir á að lykilleikmenn liðsins séu vanir að leika undir pressu og hefur engar áhyggjur af því að pressan muni hafa áhrif á leikmenn. „Það á ekki að vera neitt stress en það kannski kemur ef liðið tapar fyrir Íslandi. Annars er liðið of reynt til þess að fara á taugum. Ef Ísland vinnur verður fólk líklega ekkert brjálað þó svo það verði ósátt. Leikmenn munu ekki taka mótlæti eins mikið inn á sig og fjölmiðlar.“ Þegar Ísland var að spila við Króatíu í umspili um laust sæti á HM fyrir þrem árum varð allt vitlaust í Króatíu er Vísir greindi frá því að nokkrir leikmanna króatíska liðsins hefðu drukkið ansi marga bjóra eftir leikinn á Íslandi. Það mál er nú gleymt. „Það eru allir löngu búnir að gleyma þessu. Það tók svona viku fyrir fólk að gleyma þessu. Þetta var skemmtileg frétt í upphafi en Króatía vann og öllum var sama. Ef Ísland hefði aftur á móti unnið einvígið þá hefði þetta verið áfram stórfrétt í Króatíu.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið. 11. nóvember 2016 06:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann