Hafna hótelstækkun á Mývatni Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Til stóð að sjöfalda Hótel Reykjahlíð við Mývatn að stærð. vísir/vilhelm Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30
Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00
Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00