Enn mesta ríki heims Lars Christensen skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag getum við verið viss um að næstum helmingur allra bandarískra kjósenda sé mjög vonsvikinn eða jafnvel reiður og að hinn helmingurinn sé ekkert sérstaklega ánægður heldur, jafnvel þótt „hans“ frambjóðandi hafi unnið í gær. Staðreyndin er sú að bæði Hillary Clinton og Donald Trump hafa verið einstaklega óvinsælir frambjóðendur svo það er sama hvort þeirra hefur unnið í gær, það er ólíklegt að það hafi sameinað Bandaríkjamenn og fært þeim mikla hamingju. Svo það er auðvelt að örvænta. En ef við gleymum fjögurra ára kosningahringnum og horfum aðeins lengra fram á við, yfir næsta áratug eða tvo, þá er ástæða til að vera miklu bjartsýnni.Bandaríkin endurskapa sig alltafSíðan sjálfstæði var lýst yfir 1776 hafa Bandaríkin farið upp og niður efnahagslega, félagslega og pólitískt. Þau hafa lifað af blóðuga borgarastyrjöld og tvær heimsstyrjaldir, Watergate og 11. september. Þrátt fyrir allt þetta er bandaríska hagkerfið enn stærsta og farsælasta hagkerfi veraldarsögunnar. Ekkert annað land í heiminum hefur skapað meiri auð. Ekkert annað land hefur átt fleiri Nóbelsverðlaunahafa. Ekkert annað land í heiminum kemst nálægt þeim – sama hvaða efnahagslegu mælikvarða við notum. Það eru í raun litlar líkur á því að eitthvert annað hagkerfi í heiminum verði stærra en það bandaríska á okkar líftíma. Vissulega hefur Kína saxað hratt á forskotið síðustu þrjá áratugina, en mælt í Bandaríkjadölum er bandaríska hagkerfið enn næstum tvöfalt stærra en það kínverska og þótt Kína haldi í einhvern tíma áfram að vinna á eru miklar líkur á að Kína verði gamalt áður en landið verður ríkt. Þannig hefur Kína mjög sterkan lýðfræðilegan mótbyr – eins og við höfum séð í Japan síðustu 20 árin. Svo jafnvel þótt Bandaríkin hafi einnig lýðfræðilegan mótbyr þá endurskapar landið sig alltaf. Það heldur alltaf áfram að vaxa og þróast. Lítið bara á bandaríska verðbréfamarkaðinn. Sum stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum – fyrirtæki eins og Google, Apple og Uber – hafa verið sett á stofn á síðustu 1-2 áratugum. Og mörg þessara fyrirtækja hafa verið stofnuð af innflytjendum með litla eða enga menntun sem hafa komið til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugdjörfu í leit að lífi, frelsi og hamingju. Og þetta er leyndarmálið á bak við árangurssögu bandaríska hagkerfisins – kapítalískt kerfi þar sem allir geta náð árangri – með mikilli vinnu og auðvitað talsverðri heppni. Staðreyndin er sú að það mikilvæga á bak við langtímavelgengni bandaríska hagkerfisins er ekki hvort forsetinn heitir Trump eða Clinton, heldur hið einstaka stofnanaskipulag sem tryggir réttarríkið og heldur aftur af pólitíkinni. Kerfi sem byggist í grundvallaratriðum á frjálsum markaði. Það eru vissulega margir gallar á bandaríska kerfinu og það má með réttu gagnrýna það fyrir marga hluti – bæði frá sjónarmiði sósíalista og frá sjónarhóli hins frjálsa markaðar. En spyrjið hvaða fátækling sem er í þróunarríkjum Afríku eða Asíu hvar hann vildi helst búa og flestir þeirra munu ekki hika við að segjast vilja búa í Bandaríkjum Norður-Ameríku frekar en nokkrum öðrum stað í heiminum. Og það er þess vegna sem Bandaríkjamenn ættu að fagna í dag – þeir eru enn öfundaðir af heiminum og þeir búa enn, líka eftir gærdaginn, í stórkostlegasta landi í heimi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun