Obama: Verðum að muna að við erum öll í sama liði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 17:46 Joe Biden varaforseti var við hlið Obama þegar hann ávarpaði fjölmiðla nú fyrir stuttu og slógu þeir á létta strengi á tilfinningaþrunginni stund. Vísir/Getty Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Barack Obama ávarpaði fjölmiðlamenn úr Rósagarðinum við Hvíta húsið rétt í þessu. Honum við hlið var varaforseti hans, Joe Biden. Í ávarpi sínu lagði Obama áherslu á að fólk væri bjartsýnt og vongott, sem og að Bandaríkjamenn væru ein heild. „Allir eru leiðir þegar þeir tapa kosningum, en daginn eftir verðum við að muna að við erum öll í sama liði,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig að hann hefði talað við Trump símleiðis í gærkvöldi og óskað honum til hamingju með sigurinn. Hann bindi miklar vonir um að Trump gangi vel í forsetatíð sinni og að hann nái að sameina klofna þjóð. „Við erum fyrst og fremst Bandaríkjamenn. Við viljum öll það besta fyrir landið okkar. Það er það sem ég skynjaði í orðum herra Trump í gær. Það er það sem ég skynjaði þegar ég talaði við hann sjálfur og það taldi í mig kjark. Það er það sem landið okkar þarfnast, samheldni. Virðing fyrir stofnunum samfélagsins, virðing fyrir því hvernig við lifum lífinu okkar, virðing fyrir lögunum og virðing fyrir hvort öðru.“ Obama sagðist jafnframt vera mjög stoltur af Clinton og hennar kosningabaráttu, framboð hennar hafi verið innblástur fyrir fjölda fólks og stúlkna um heim allan. Hann sagðist bera miklar vonir til þess að Clinton hjónin haldi áfram að vinna í þágu Bandaríkjanna um heim allan. Mikilvægt að ungt fólk missi ekki dampinn Forsetinn nýtti tækifærið einnig og ávarpaði ungt fólk beint, sem mörg hver voru að kjósa í fyrsta skipti og öðluðust jafnvel áhuga á stjórnmálum í fyrsta sinn í baráttunni. „Svona eru kosningabaráttur, þetta er eðli lýðræðis. Það er oft erfitt og umdeilt, það er ekki alltaf hvetjandi. En við unga fólkið sem fékk áhuga á stjórnmálum í fyrsta skipti í kosningunum og eru mörg hver vonsvikin vil ég segja að þið verðið að halda í metnaðinn. Ekki verða tortryggin. Ekki halda í eina mínútu að þið getið ekki haft áhrif. Clinton sagði í morgun að það sé þess virði að berjast fyrir því sem er rétt. Og stundum tapar maður rifrildi og stundum tapar maður kosningum,“ sagði Obama „Stundum gerast hlutir sem sumum þykir framför og öðrum þykir afturför. Og það er allt í lagi. Ég hef tapað kosningum, þannig eru stjórnmál stundum. Við gerum okkar besta við að sannfæra fólk um að við höfum rétt fyrir okkur og svo kýs fólk. Ef við töpum þá lærum við af mistökum okkar.“ Ræðu Obama var streymt á Facebook síðu CNN og má sjá hana í heild sinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Joe Biden Tengdar fréttir „Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24 Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
„Ég veit hversu vonsvikin þið eruð og mér líður þannig líka“ Hillary Clinton grætti stuðningsmenn sína með ávarpi sínu til stuðningsmanna. 9. nóvember 2016 15:24
Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn Hillary Clinton hefur viðurkennt ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 9. nóvember 2016 08:03