„Drekasvæðið mun betra en við þorðum að vona“ Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2016 20:00 Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu benda til að þar séu stærri olíulindir en menn höfðu áður þorað að vona, að sögn stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Sérleyfishópur undir forystu kínversks ríkisolíufélags stefnir á fyrstu boranir árið 2020. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tveir hópar eru með sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og hafa báðir sent rannsóknarskip til tvívíðra bergmálsmælinga. Skip á vegum kínverska félagsins CNOOC fór þangað í fyrrahaust en fulltrúar hópsins funduðu nýlega í Peking um fyrstu niðurstöður leiðangursins og næstu skref. Fundinn sátu einnig fulltrúar Orkustofnunar, norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í fyrrahaust þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í ljósi stöðunnar á olíumörkuðum heims og þess hversu langt verður að sækja olíu á Drekasvæðið hefði allt eins mátt búast við að fréttirnar yrðu núna á þá leið að menn ætluðu að hætta við. En það er þvert á móti. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, segir niðurstöður mælinganna í fyrrahaust betri en menn bjuggust við. „Svæðið er þannig að olíugeymslur, sem þarna geta verið, eru stórar. Þetta svæði er engu minna lofandi heldur en svæði í kringum Bretland eða Noreg.“ -Hvað þýðir þetta um framhaldið? „Þetta þýðir það að við höldum áfram að vinna úr gögnunum eins hratt og við megum og getum. Við verðum búnir að því svona um mitt næsta ár. Þá er farið að bjóða út þrívíðar rannsóknir.“ Þær hafa þann tilgang að undirbúa borun. „Þetta gefur það til að kynna að það verði borað í kringum árið 2020,“ segir Heiðar. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „En það sem er gleðilegt við þetta er að svæðið er miklu betra heldur en við höfum þorað að vona. Það í raun gerir það að verkum að hagur Íslands er betri vegna þess að það eru nú Íslendingar sem fá meirihluta af því sem þarna kemur. Vegna þess að skatttekjurnar eru slíkar að það fer vel yfir helming af því sem kemur. Þannig að þetta eru bara mjög góðar fréttir fyrir alla,“ segir stjórnarformaður Eykons. Fjallað er um niðurstöður fundarins í Peking á vef Orkustofnunar. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Nýjar rannsóknir á Drekasvæðinu benda til að þar séu stærri olíulindir en menn höfðu áður þorað að vona, að sögn stjórnarformanns Eykons, Heiðars Guðjónssonar. Sérleyfishópur undir forystu kínversks ríkisolíufélags stefnir á fyrstu boranir árið 2020. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tveir hópar eru með sérleyfi til olíuleitar á svæðinu og hafa báðir sent rannsóknarskip til tvívíðra bergmálsmælinga. Skip á vegum kínverska félagsins CNOOC fór þangað í fyrrahaust en fulltrúar hópsins funduðu nýlega í Peking um fyrstu niðurstöður leiðangursins og næstu skref. Fundinn sátu einnig fulltrúar Orkustofnunar, norska ríkisolíufélagsins Petoro og íslenska félagsins Eykons. Fulltrúar CNOOC, Petoro og Eykons hittust á Reyðarfirði í fyrrahaust þegar fyrsti rannsóknarleiðangurinn hélt á Drekasvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í ljósi stöðunnar á olíumörkuðum heims og þess hversu langt verður að sækja olíu á Drekasvæðið hefði allt eins mátt búast við að fréttirnar yrðu núna á þá leið að menn ætluðu að hætta við. En það er þvert á móti. Stjórnarformaður Eykons, Heiðar Guðjónsson, segir niðurstöður mælinganna í fyrrahaust betri en menn bjuggust við. „Svæðið er þannig að olíugeymslur, sem þarna geta verið, eru stórar. Þetta svæði er engu minna lofandi heldur en svæði í kringum Bretland eða Noreg.“ -Hvað þýðir þetta um framhaldið? „Þetta þýðir það að við höldum áfram að vinna úr gögnunum eins hratt og við megum og getum. Við verðum búnir að því svona um mitt næsta ár. Þá er farið að bjóða út þrívíðar rannsóknir.“ Þær hafa þann tilgang að undirbúa borun. „Þetta gefur það til að kynna að það verði borað í kringum árið 2020,“ segir Heiðar. Sérleyfin tvö sem eru í gildi til olíuleitar og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. „En það sem er gleðilegt við þetta er að svæðið er miklu betra heldur en við höfum þorað að vona. Það í raun gerir það að verkum að hagur Íslands er betri vegna þess að það eru nú Íslendingar sem fá meirihluta af því sem þarna kemur. Vegna þess að skatttekjurnar eru slíkar að það fer vel yfir helming af því sem kemur. Þannig að þetta eru bara mjög góðar fréttir fyrir alla,“ segir stjórnarformaður Eykons. Fjallað er um niðurstöður fundarins í Peking á vef Orkustofnunar.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00 Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þessu skipi er ætlað að finna olíulindir á Drekasvæðinu Olíuleitarskip hélt frá Reykjavík í dag áleiðis á Drekasvæðið til að safna gögnum fyrir kanadíska félagið Ithaca. 12. júní 2016 20:00
Telja Drekann geyma sex milljarða olíufata Norskir olíujarðfræðingar telja að íslenska Drekasvæðið geymi sex milljarða olíufata og þar geti fundist risaolíulindir, svo kallaðir fílar. 5. september 2013 19:38
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19
Vísbendingar um stórar olíulindir hvetja til leitar á Drekasvæðinu Dýrasta olíuleit við Ísland til þessa á vegum sérleyfishafa hefst í kvöld þegar rannsóknarleiðangur tveggja skipa heldur á Drekasvæðið frá Austfjörðum. 2. september 2015 19:45