Mamma Hilmis segir soninn hafa níu líf Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 06:00 Hilmir Gauti var hinn hressasti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við hjá honum í gær. Vísir/Anton Brink „Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
„Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30