Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2016 06:30 Björt Ólafsdóttir þingmaður leiðir lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. vísir/stefán „Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
„Mér finnst við hafa staðið föst á okkar í mörgum málum, fundið okkar tón og verið óhrædd við að halda í hann,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, þegar bornar eru undir hana niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð mælist með 6,9 prósenta fylgi í könnuninni. Yrðu það niðurstöður kosninga næði flokkurinn kjörnum manni á Alþingi. Hver flokkur þarf 5 prósent til að ná inn manni.Fylgi flokksins núna er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum Fréttablaðsins frá því í mars 2015. Björt segir þingmenn flokksins hafa fengið jákvæð viðbrögð við afstöðu flokksins til búvörusamninga og fleiri mála. „Til dæmis að standa fast á okkar í umhverfisvernd og hvað snertir gerræðisleg vinnubrögð varðandi rammaáætlun og ýmislegt fleira.“ Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn, með 25,9 prósenta fylgi, en það er níu prósentustigum minna fylgi en flokkurinn mældist með í könnun í síðustu viku. Píratar mælast næststærstir með 19,2 prósenta fylgi en fylgi þeirra mældist 19,9 prósent fyrir viku. Vinstri grænir mælast með 12,6 prósenta fylgi en voru með 12,9 prósenta fylgi fyrir viku, Framsóknarflokkurinn er með 11,4 prósenta fylgi en var með 12,6 prósenta fylgi fyrir viku. Munurinn milli vikna er innan skekkjumarka í tilfelli Pírata, VG og Framsóknarflokksins. Samfylkingin mælist með 8,8 prósent í nýju könnuninni en var með 5,9 prósent í könnuninni fyrir viku. Viðreisn mælist með 6,9 prósenta fylgi en var með 7,3 prósent fyrir viku. Þá mælist Alþýðufylkingin með 2,2 prósenta fylgi og Íslenska þjóðfylkingin með 2 prósenta fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.258 manns dagana 3. og 4. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,7 prósent. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 12,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 20 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Í könnuninni sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir gerðu fyrir viku tóku 51,5 prósent þeirra sem svöruðu afstöðu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00