Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2016 21:43 Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld voru sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. Þetta er nýjasta kynslóð af farþegaþotum, hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum borgarsamfélaga með minni flugvelli. Framleiðendur segja að hún sé hljóðlátasta farþegaþotan sem framleidd er í heiminum í dag, með fjórfalt minna hljóðspor en eldri vélar. Hún hefur samt sem áður langt flugdrægi, sem gefur henni færi á að þjóna helstu áætlunarleiðum til og frá Íslandi. „Þessi vél er aðeins minni en stærri Boeing- og Airbus-vélarnar. Það er gap á markaðnum milli minni vélanna og Boeing- og Airbus-vélanna og við erum að reyna að brúa það bil,“ segir flugstjórinn Mark Elliot.Flugstjórinn Mark Elliot í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Millilandaflugi var hætt að mestu frá Reykjavík fyrir nærri hálfri öld þar sem þotur þess tíma þóttu of háværar og kröfðust lengri flugbrauta. Þessi nýja kynslóð flugvéla breytir þeim forsendum. Ekki aðeins er Bombardier-þotan sögð afar hljóðlát heldur einnig sparneytin og svo segir flugstjórinn okkur að flugbrautirnar í Reykjavík séu nægilegar langar. „Já, þess vegna erum við að koma hingað í dag og eins og þú veist er nokkuð hvasst hér í dag. Við ráðum vel við brautina. Við verðum með fulla tanka af eldsneyti við flugtak héðan og munum fljúga beint til Wichita í Kansas,“ sagði Mark Elliot fyrir flugtak en flugtíminn þangað var áætlaður um sjö og hálf klukkustund. „Við getum flogið bæði frá Keflavík og Reykjavík beint til Evrópu eða Bandaríkjanna án vandkvæða með fulla vél af farþegum,“ sagði flugstjórinn. Bombardier CS-300 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Fulltrúar Icelandair og Flugfélags Íslands voru meðal þeirra sem skoðuðu vélina.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bombardier-þotan er framleidd í tveimur lengdum, CS 100, með sæti fyrir allt að 130 farþega, en hún þarf 1.460 metra langa flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Lengri gerðin, CS 300, með sæti fyrir allt að 160 manns, þarf 1.890 metra flugbraut miðað við hámarksflugtaksþyngd. Þegar við fylgdumst með flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli biðum við spenntir að sjá hvort flugstjóranum dygði hálf flugbrautin til að taka hana á loft. Jú, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2 lék hann sér að því og spurning hvort þotur eins og þessar gefi Íslendingum aftur færi á því að ferðast út í heim beint frá Reykjavík.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
Stærsta þota Bombardier mátar Reykjavíkurflugvöll Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verða sýndar myndir af flugvélinni og rætt við flugstjórann. 7. október 2016 15:00