Mikil endurnýjun framundan á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2016 20:15 Forsætisráðherra las forsetabréf á Alþingi í dag um þingrof og kosningar hinn 29. október næstkomandi. Nokkur stór mál bíða afgreiðslu þingsins og því gætu þingstörfin dregist mjög nálægt kosningum ef ekki verður sátt um afgreiðslu þeirra. Þetta þýðir að kosið verður eftir 39 daga. Þetta þýðir hins vegar ekki að Alþingi láti af störfum því þingmenn halda umboði sínu fram á kjördag. Framboðsfrestur rennur út eftir 24 daga, eða á hádegi hinn 15. október. 22 þingmenn hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa orðið undir í prófkjörum að undanförnu, þar af allmargir stjórnarþingmenn. Nokkur stór og viðamikil mál bíða afgreiðslu á Alþingi fyrir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist vona að þau nái fram að ganga. „Eins og að jafnan í aðdraganda kosninga geri ég þó ráð fyrir að þingfundum verði frestað með hæfilegum fyrirvara fyrir kjördag, samanber starfsáætlun Alþingis og önnur fordæmi. Enda hafi Alþingi þá náð að ljúka afgreiðslu þeirra mála sem liggja hér fyrir,“ sagði forsætisráðherra þegar hann tilkynnti þingrofið í dag. Hvort sem það verður Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem leiða Framsóknarflokkinn eftir kosningar verður það án þeirra sjö af nítján þingmönnum flokksins sem hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa fallið í prófkjöri. Þá hverfa að minnsta kosti fjórir af níu núverandi þingmönnum Samfylkingarinnar af þingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, minnti á það á þingi í dag hvers vegna verði kosið í næsta mánuði.Kosningum flýtt vegna hneykslismála aðmati stjórnarandstöðu„Við skulum ekki gleyma því hvers vegna kosningar eru haldnar fyrr en áætlað var. Við skulum ekki gleyma því að kjörtímabilið er stytt um eitt þing vegna hneykslismála,“ sagði Oddný. Hjá Vinstri grænum hefur aðeins einn af þingmönnum flokksins ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir kosningum flýtt vegna þess að fyrrverandi forsætisráðherra hafi sagt þingi og þjóð ósatt um fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar. „Og í raun má segja að sú afhjúpun hafi afhjúpað fyrir landsmönnum öllum þá kerfislegu mismunun sem við búum við í þessu samfélagi. Þar sem hinir fáu efnameiri geta nýtt sér sína stöðu til að hagnast enn meira,“ sagði Katrín. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu í komandi kosningum en helmingur núverandi þingflokks býður sig ekki fram aftur. Óttar Proppe, formaður flokksins, segir íslensk stjórnmál hafa verið í spennitreyju í marga mánuði eftir afsögn Sigmundar Davíðs. „Þar sem öll umræða virðist fjalla meira um einstaklinga og stöðu þeirra í pólitíkinni heldur en um málefni almennings en það sem stjórnmálin eiga að fjalla um,“ segir Óttarr.Kosningasigur Pírata í spilunumEinn þriggja þingmanna Pírata hættir á þingi en þeir eru sá flokkur sem kannanir benda til að geti unnið stærsta sigurinn í komandi kosningum. Birgitta Jónsdóttir efast um að þingið nái að afgreiða stór mál eins og breytingar á lífeyrislögum fyrir kosningar. „Hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar eftir að þjóðin var algerlega niðurlægð á alþjóðavettvangi, enn og aftur, vegna ráðamanna landsins,“ sagði Birgitta um stöðuna fyrir kosningar. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæta ekki aftur til þings að loknum kosningum. Þeirra á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður. „Og við göngum til kosninga til að laða fólk að þeim flokkum, áherslum og hugmyndafræði sem við stöndum fyrir. Þannig verður kosningabaráttan,“ sagði Ragnheiður. Mjög mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í fernum kosningum allt frá árinu 2003 og öruggt að sú þróun heldur áfram. En þótt ljóst sé að 22 þingmenn yfirgefi þingsæti sín í næstu kosningum, gætu breytingarnar orðið enn meiri. Skoðanakannanir benda til hreyfingar á fylgi flokkanna og því gætu enn fleiri þingmenn horfið af þingi.Uppfært: Þegar þessi frétt var gerð var mistalið hversu margir þingmenn Framsóknarflokksins ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þar gleymdist að telja þau Þorstein Sæmundsson og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttir. Á myndinni hér við hliðina sést hvaða þingmenn Framsóknar eru á leið af þingi. Í heildina eru því 24 þingmenn að láta af þingstörum, eða um 38 % þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Forsætisráðherra las forsetabréf á Alþingi í dag um þingrof og kosningar hinn 29. október næstkomandi. Nokkur stór mál bíða afgreiðslu þingsins og því gætu þingstörfin dregist mjög nálægt kosningum ef ekki verður sátt um afgreiðslu þeirra. Þetta þýðir að kosið verður eftir 39 daga. Þetta þýðir hins vegar ekki að Alþingi láti af störfum því þingmenn halda umboði sínu fram á kjördag. Framboðsfrestur rennur út eftir 24 daga, eða á hádegi hinn 15. október. 22 þingmenn hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa orðið undir í prófkjörum að undanförnu, þar af allmargir stjórnarþingmenn. Nokkur stór og viðamikil mál bíða afgreiðslu á Alþingi fyrir kosningar. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segist vona að þau nái fram að ganga. „Eins og að jafnan í aðdraganda kosninga geri ég þó ráð fyrir að þingfundum verði frestað með hæfilegum fyrirvara fyrir kjördag, samanber starfsáætlun Alþingis og önnur fordæmi. Enda hafi Alþingi þá náð að ljúka afgreiðslu þeirra mála sem liggja hér fyrir,“ sagði forsætisráðherra þegar hann tilkynnti þingrofið í dag. Hvort sem það verður Sigurður Ingi eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem leiða Framsóknarflokkinn eftir kosningar verður það án þeirra sjö af nítján þingmönnum flokksins sem hafa ákveðið að hætta á þingi eða hafa fallið í prófkjöri. Þá hverfa að minnsta kosti fjórir af níu núverandi þingmönnum Samfylkingarinnar af þingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, minnti á það á þingi í dag hvers vegna verði kosið í næsta mánuði.Kosningum flýtt vegna hneykslismála aðmati stjórnarandstöðu„Við skulum ekki gleyma því hvers vegna kosningar eru haldnar fyrr en áætlað var. Við skulum ekki gleyma því að kjörtímabilið er stytt um eitt þing vegna hneykslismála,“ sagði Oddný. Hjá Vinstri grænum hefur aðeins einn af þingmönnum flokksins ákveðið að bjóða sig ekki fram aftur. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir kosningum flýtt vegna þess að fyrrverandi forsætisráðherra hafi sagt þingi og þjóð ósatt um fjárhagslega stöðu fjölskyldu sinnar. „Og í raun má segja að sú afhjúpun hafi afhjúpað fyrir landsmönnum öllum þá kerfislegu mismunun sem við búum við í þessu samfélagi. Þar sem hinir fáu efnameiri geta nýtt sér sína stöðu til að hagnast enn meira,“ sagði Katrín. Björt framtíð berst fyrir lífi sínu í komandi kosningum en helmingur núverandi þingflokks býður sig ekki fram aftur. Óttar Proppe, formaður flokksins, segir íslensk stjórnmál hafa verið í spennitreyju í marga mánuði eftir afsögn Sigmundar Davíðs. „Þar sem öll umræða virðist fjalla meira um einstaklinga og stöðu þeirra í pólitíkinni heldur en um málefni almennings en það sem stjórnmálin eiga að fjalla um,“ segir Óttarr.Kosningasigur Pírata í spilunumEinn þriggja þingmanna Pírata hættir á þingi en þeir eru sá flokkur sem kannanir benda til að geti unnið stærsta sigurinn í komandi kosningum. Birgitta Jónsdóttir efast um að þingið nái að afgreiða stór mál eins og breytingar á lífeyrislögum fyrir kosningar. „Hér urðu stærstu mótmæli Íslandssögunnar eftir að þjóðin var algerlega niðurlægð á alþjóðavettvangi, enn og aftur, vegna ráðamanna landsins,“ sagði Birgitta um stöðuna fyrir kosningar. Sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins mæta ekki aftur til þings að loknum kosningum. Þeirra á meðal Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður. „Og við göngum til kosninga til að laða fólk að þeim flokkum, áherslum og hugmyndafræði sem við stöndum fyrir. Þannig verður kosningabaráttan,“ sagði Ragnheiður. Mjög mikil endurnýjun hefur átt sér stað á Alþingi í fernum kosningum allt frá árinu 2003 og öruggt að sú þróun heldur áfram. En þótt ljóst sé að 22 þingmenn yfirgefi þingsæti sín í næstu kosningum, gætu breytingarnar orðið enn meiri. Skoðanakannanir benda til hreyfingar á fylgi flokkanna og því gætu enn fleiri þingmenn horfið af þingi.Uppfært: Þegar þessi frétt var gerð var mistalið hversu margir þingmenn Framsóknarflokksins ætla að hætta á þingi eftir næstu kosningar. Þar gleymdist að telja þau Þorstein Sæmundsson og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttir. Á myndinni hér við hliðina sést hvaða þingmenn Framsóknar eru á leið af þingi. Í heildina eru því 24 þingmenn að láta af þingstörum, eða um 38 % þeirra þingmanna sem nú sitja á Alþingi.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira