Ætlar ekki að enda líf sitt strax Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. september 2016 17:45 Vervoort stolt með silfrið sitt. vísir/getty Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“ Erlendar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“
Erlendar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira