Birgitta snöggreiddist Ásmundi þegar hann ræddi prófkjör Pírata: „Hættu að ljúga!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. september 2016 14:56 Ásmundur Friðriksson og Birgitta Jónsdóttir tókust á í þingsal í dag. vísir Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi prófkjör Sjálfstæðisflokksins í liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Hann sagði þúsundir hafa tekið þátt í prófkjörum flokksins og það væri sérstaða hans á meðal pólitískra afla hér á landi hvernig valið væri á lista. „Mikill fjöldi kemur þarna að og tekur þátt í að marka listana og taka þátt í starfi flokksins,“ sagði Ásmundur en þá heyrðist í Birgittu Jónsdóttur þingmanni Pírata: „Eru þetta ekki störf þingsins?“Til snarpra orðaskipta kom á milli Ásmundar og Birgittu í kjölfarið þar sem þingforseti þurfti ítrekað að slá í bjöllu sína og biðja um hljóð í þingsalnum. „Þetta er öðruvísi en hjá háttvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur og þar eru auðvitað ekki margir kallaðir til þegar á að velja á lista,“ sagði Ásmundur og heyrðist Birgitta spyrja hvað væri í gangi. Forseti sló þá í bjöllu sína og Ásmundur hélt áfram: „Svo situr bara einn í restina og velur lifenda eða dauða á listana svo ég held að þú ættir ekki að vera að hafa hátt hvernig valið er á lista þegar þú ein situr svo eftir og kroppar þá út sem þér líkar ekki við.“ Var Birgitta vægast ósátt við orð Ásmundar og hrópaði á hann „Hættu að ljúga! Hættu að ljúga!“ Forseti sló þá hátt í bjöllu sína og bað ítrekað um hljóð í þingsalnum. „Vertu ekki að trufla mig þegar þú hendir fólki af listunum þínum út í hafsauga dag eftir dag. Við vinnum ekki þannig í Sjálfstæðisflokknum. við látum fólkið velja og svo er þetta samþykkt á stórum og almennum fundum og þar er enginn einn maður sem hendir öðrum út. Hjá okkur ríkir friður um prófkjörin.“Hér má heyra upptöku af ræðu Ásmundar.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44 Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05
Hafnar ásökunum um afskipti í Norðvesturkjördæmi Birgitta Jónsdóttir segist ekki reynt að hafa áhrif á prófkjör Pírata í kjördæminu. 9. september 2016 18:44
Sagði vinnubrögð Pírata grafa undan tiltrú á stjórnmálin "Flokkur sem gengur svona fram getur ekki lesið öðrum lexíur um persónuvernd, gagnsæi, upplýsingaöryggi og réttar leikreglur lýðræðisins.“ 6. september 2016 22:55