Jöfnuður er auðlind 6. september 2016 10:00 Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Krafan um jöfnuð, réttlæti og samábyrgð er ekki klisja. Þetta grunnstef jafnaðarmanna um allan heim hefur lagt grunn að öflugustu velferðarsamfélögum veraldar, eins og á Norðurlöndum. Jafnaðarstefnan miðar að því að byggja upp samfélag af sömu umhyggju og við byggjum upp heimili. Því er ætlað að veita öryggi og vera skjól. Þess vegna hafði það ótvíræða þýðingu fyrir íslenskt samfélag að það skyldu hafa verið jafnaðarmenn sem héldu um stjórnartauma hin erfiðu ár eftir hrun. Á fyrstu fjórum árum eftir hrun náðu jafnaðarmenn á Íslandi að jafna lífskjör í landinu og leggja grunn að því góðæri sem við njótum nú. Vinstri stjórnin breytti skattkerfinu – og já, hækkaði skatta á þá hæst launuðu, en hlífði um leið láglaunahópunum og varði millitekjuhópinn. Stuðningur var aukinn við ungar barnafjölskyldur, barna- og húsaleigubætur hækkaðar og dregið úr skerðingum. Vaxtabætur voru stórhækkaðar og hundrað milljörðum varið til þeirra og barnabóta á kjörtímabilinu – meira en nokkur önnur ríkisstjórn hefur nokkru sinni látið af hendi rakna til þeirra hluta. Kaupmáttur lægstu launa var við lok kjörtímabilsins orðinn hærri en hann var í góðærinu og skattbyrðin lægri. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur skildi við var helmingi minni ójöfnuður ráðstöfunartekna en árið 2007 þegar hann varð mestur. Vinstri stjórninni tókst það sem engri annarri ríkisstjórn hefur tekist, sem hefur lent í kreppu: Að verja kjör hinna lægst launuðu. Samhliða því að náðist að minnka halla ríkissjóðs úr 230 milljörðum í 3,6 milljarða á fjórum árum, lækka verðbólgu úr 18% í 4,5%, minnka atvinnuleysi um helming og ... verja velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir stjórna. Nei, krafan um jöfnuð er ekki klisja. Félagslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að í samfélögum þar sem jöfnuður er í hávegum hafður er minna um öfga og glæpi. Jafnaðarstefnan vinnur gegn félagslegum vanda og andlegri vanlíðan. Hún vinnur gegn kynjamismunun og menntunarskorti. Jafnaðarstefnan stuðlar að almennri velmegun, sjálfbærni og minni sóun. Hún stuðlar að samheldni, gagnkvæmu trausti og mannvirðingu. Þannig samfélag vil ég.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun