Smitaðist af mislingum í flugvél Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 12:19 Mislingar eru bráðsmitandi en óvenjulegt er að fólk smitist af veikinni í flugvél. grafík/garðar Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira