Lýsa yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna útbreiðslu zika-veirunnar Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2016 23:24 Veiran getur valdið fósturskaða þannig að börn fæðast vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Vísir/AFP Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð. Zíka Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Bandarísk heilbrigðismálayfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á Puerto Rico vegna mikillar útbreiðslu zika-veirunnar. Útbreiðslan er sögð ógna lýðheilsu íbúa eyjunnar. Alejandro García Padilla, ríkisstjóri sambandssvæðisins, hafði áður óskað eftir auknum heimildum til að bregðast við útbreiðslunni og var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi. Zikaveiran er sögð ógna heilsu mörg hundruð barnshafandi kvenna, ófæddra barna og kvenna á barnseignaraldri á eyjunni. Með ákvörðuninni geta yfirvöld meðal annars sóst eftir auknu fjármagni til að ráða og þjálfa atvinnulausa til að aðstoða í baráttu gegn útbreiðslunni og efla nauðsynlegt fræðslustarf. Í frétt Reuters kemur fram að alls hafi 10.690 tilfelli zikaveiru nú verið skráð á Puerto Rico, þar á meðal 1.035 í barnshafandi konum. Líklegt er talið að raunverulegur fjöldi sýktra sé í raun mun meiri þar sem flestir þeir sem sýkjast fái engin sérstök einkenni og sækist ekki eftir að fara í rannsókn. Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes. Helstu einkennin eru vægur hiti, útbrot, tárubólga, vöðva- eða liðverkir og almennur slappleiki, en þau gera oftast vart við sig tveimur til sjö dögum eftir bit og standa yfir í jafn langan tíma. Einungis einn af hverjum fjórum finnur fyrir einkennum. Þá eru jafnframt vísbendingar um að veiran valdi fósturskaða þannig að börn fæðist vansköpuð, eða með svokallað dverghöfuð.
Zíka Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira