Nýjar bjöllutegundir fundust í árvissum leiðangri vísindamanna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 08:00 Tvær tegundir jötunuxa eru meðal nýrra smádýra í Surtsey. Mynd/Erling Ólafsson Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ný smádýr fundust í árvissum leiðangri vísindamanna út í Surtsey, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar. Þá kom í ljós að háplöntum hafði fækkað í eyjunni. Leiðangurinn stóð 18. til 22. júlí síðastliðinn. Í leiðangrinum var reglubundnum verkum í eyjunni sinnt en eitt markmiða hans var að fjarlægja ýmsa aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur eyjunnar og restar byggingarefnis frá því að hús Surtseyjarfélagsins, Pálsbær, var lagfært síðastliðið haust. Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og myndaðist í neðansjávareldgosi sem fyrst varð vart 14. nóvember 1963. Gosið stóð til 5. júní 1967. Surtsey er á heimsminjaskrá UNESCO og er friðlýst frá árinu 1965. Sagt er frá leiðangrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ekki viðraði vel til athugana á smádýrum sem bitnaði á árangri söfnunar. Þó uppgötvuðust fjórar nýjar bjöllutegundir sem ekki hafa fundist á eyjunni áður. Bjöllurnar voru fjallasmiður, steinvarta og tvær tegundir jötunuxa sem þó þarf að staðfesta betur. Báðar tegundirnar eru þó fágætar og önnur ný fyrir Ísland ef rétt reynist. Varp máfa var með albesta móti. Varppörum hafði fjölgað og afkoma unga var betri. Sílamáfurinn hefur flúið svartbakinn sem styrkst hefur mjög en allt að þrjátíu pör hafa orpið á tanga eyjunnar en að jafnaði hafa þau verið þrjú talsins. Einnig er sagt frá því að háplöntutegundum hafi fækkað um fjórar frá síðasta ári. Alls fannst 61 tegund háplantna en frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir á eyjunni. Tegundir sem ekki sáust í ár voru gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðardúnurt. Veðurofsi virðist hafa verið töluverður síðasta vetur og voru ummerki hans augljós á nokkrum stöðum.Fréttin birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Surtsey Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels