Flutningur Fiskistofu dýrkeyptur og erfiður Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2016 19:15 Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Sú ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og núverandi forsætisráðherra árið 2014 að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar var harðlega gagnrýnd á sínum tíma. Stofnunin tók formlega til starfa á Akureyri hinn 1. janúar síðastliðinn og starfa þar í dag 12 starfsmenn. „Svona þegar allt er um garð gengið, hvenær sem það verður, þá verðum við eitthvað í kringum 30 starfsmenn, þegar allt er komið,“ segir Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri. Enn starfa hátt í 30 starfsmenn á starfsstöð Fiskistofu í Hafnarfirði. Þegar starfsmaður á þeirri starfsstöð hættir verður nýr starfsmaður ráðinn á Akureyri og mun því fjölga jafnt og þétt næstu ár. „Akureyri hefur alla innviða sem að stofnun eins og Fiskistofa þarf, þannig að það er bara bjart fram undan í þessu,“ segir Eyþór.Mun taka tvö til þrjú ár Eyþór var eini starfsmaðurinn sem fylgdi stofnuninni til Akureyrar en hann segir það rót sem fylgdi þessari ákvörðun árið 2014 hafa reynst Fiskistofu dýrkeypt og erfitt. „Og sá tími hefur komið svolítið niður á starfseminni, dregið úr getu okkar til að leysa úr öllum verkefnum. En við erum komin núna á fullt í uppbyggingu og sjáum bara bjart fram undan. Þetta mun taka, að ég tel, tvö til þrjú ár enn að ná okkur alveg á flug aftur,“ segir Eyþór. Hvað má læra af þessum flutningi, hvernig þetta var framkvæmt og svo framvegis? „Ég myndi segja, fyrst og síðast, þarf að huga að réttindum starfsfólks svo að það viti hvar það stendur ef að farið er af stað með svona aðgerðir. Það er gríðarlega mikilvægt. Og svo auðvitað að meta þetta út frá kostnaði og verkefnum hver þörfin er og hvaða hugsanlegar afleiðingar svona aðgerðir hafa,“ segir Eyþór.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira