Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2016 09:07 Khan-hjónin ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins fyrr í vikunni. Vísir/AFP Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004. Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Viðbrögð Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, við ræður föður fallins hermanns á landsþingi Demokrataflokksins hafa vakið hörð viðbrögð. Í ávarpi á síðasta degi landsþingsins á fimmtudag ávarpaði Khizr Khan, faðir Humayun Khan sem féll 27 ára gamall í Írak árið 2004, þingið og sagði Trump ekki hafa fórnað neinu fyrir land sitt. En eins og kunnugt er hefur Trump meðal annars lýst yfir að hann vilji meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. Eiginkona Khizr Khan stóð við hlið hans á sviðinu þegar hann flutti ávarp sitt en tók ekki til máls. Trump hefur nú svarað þessum ásökunum í viðtali við ABC sem birt verður í dag og segist víst hafa fórnað miklu fyrir land sitt með því að skapa tugþúsundir starfa. Hann gerði síðan grín að eiginkonunni Ghazala Khan og sagði: „Ef þið horfið á konuna hans, hún stendur bara þarna. Hún hafði ekkert að segja, kannski var henni ekki leyft að tala,“ sagði Trump í viðtalinu. Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ummæli Trump óviðeigandi. Hann hafi reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna. Það sýni eina ferðina enn að Trump hafi ekki skapferli til að gegna forsetaembættinu. Ef menn geti ekki sýnt meiri samúð en þetta sé ólíklegt aðþeir geti lært það. Kosningaskrifstofa Trump gaf út yfirlýsingu í gær þar sem segir að Humayun Khan hafi fallið sem hetja fyrir land og fórnað lífi sínu til að verja Bandaríkin. Hin raunverulegi vandi séu öfgafullir íslamistar sem hafi drepið hann og tilraunir þeirra til að koma til Bandaríkjanna til að skaða Bandaríkjamenn. Khan lést af völdum bílsprengju íÍrak árið 2004.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump svaraði spurningum á Reddit Lítið sem ekkert nýtt kom fram í umræðunni. 28. júlí 2016 10:39 Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37 Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58 Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Segir Demókrata ljúga um sig Hann virtist mjög reiður yfir því sem sagt var um hann og sagðist langa að ráðast á ræðumennina. 29. júlí 2016 13:37
Söguleg stund: Clinton beitt í ræðu sinni þegar kom að Donald Trump Hillary Clinton birtist kjósendum sem hinn bjartsýni frambjóðandi í ræðu sinni á flokksþingi demókrata. 29. júlí 2016 07:58
Hillary Clinton formlega orðin forsetaframbjóðandi demókrata Landsfundur demókrata í Bandaríkjunum fór fram í vikunni. Hillary Clinton var formlega útnefnd til forsetaframboðs með varaforsetaefnið Tim Kaine sér við hlið. Stuðningsmenn Bernies Sanders létu í sér heyra. 30. júlí 2016 07:00