Hagnaður á Wall Street dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 20. júlí 2016 10:00 Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Vísir/Getty Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna. Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagnaður fjögurra af fimm stærstu bönkum Bandaríkjanna dróst saman á öðrum ársfjórðungi 2016, samanborið við síðasta ár. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð sem hagnaðurinn dregst saman. Hagnaðurinn jókst milli ára hjá Goldman Sachs, hins vegar ber að hafa í huga að lögfræðikostnaður sem nam 1,45 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi 2015 vó þungt við uppgjörið þá. Í gær höfðu stærstu sex bankarnir, utan Morgan Stanley, kynnt uppgjör sitt. Hagnaður á hlut minnkaði hjá öllum milli ára, nema Goldman Sachs, og J.P. Morgan, hins vegar voru uppgjörin betri en væntingar höfðu gert ráð fyrir. Hagnaður á hlut var 36 sent hjá Bank of America samanborið við 43 sent á hlut á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður á hlut var 1,24 dollarar hjá Citigroup, samanborið við 1,51 dollara árið áður, hjá Wells Fargo 1,01, samanborið við 1,03 árið áður. Hagnaður á hlut hjá Goldman Sachs var 3,72 dollarar, samanborið við 1,98 dollara árið áður. Hagnaður á hlut hjá J.P. Morgan nam 1,55 dollurum og hækkaði um eitt sent milli ára. Tekjur Citigroup, Goldman Sachs, og Bank of America drógust saman á ársfjórðungnum miðað við síðasta ár, um 11 prósent, 13 prósent og 7,3 prósent. Tekjur J.P. Morgan og Wells Fargo hækkuðu hins vegar lítillega. Greiningaraðilar spá því að yfir árið muni tekjur bankanna lækka að meðaltali um 14 prósent. Von er á að tekjurnar muni einungis jafna sig að hluta til árið 2017. Haft er eftir Chris Kotowski, greiningaraðila hjá Oppenheimer & Co., í frétt Bloomberg um uppgjörin, að fram til 24. júní hafi stefnt í góðan fjórðung. Í kjölfar Brexit-kosninganna, þegar ljóst var að Bretar hygðust yfirgefa Evrópusambandið, tóku alþjóðleg hlutabréf hins vegar dýfu. Kotowski lækkaði hagnaðarspá sína fyrir sex stærstu bankana um átta prósent fyrir árið í kjölfar kosninganna. Haft er eftir Richard Lipstein, mannauðsstjóra á Wall Street, að líkur séu á að bónusar muni lækka hjá öllum bönkunum á árinu vegna Brexit-kosninganna.
Brexit Tengdar fréttir Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15 Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Versta ársbyrjun banka frá kreppunni 2008 Fjárfestar óttast nú að árið allt verði lélegt fyrir fjárfestingarbanka. 20. apríl 2016 11:15
Hagnaður HSBC dregst saman um 14% Fyrsti ársfjórðungur ársins reyndist bankanum HSBC verulega þungur. 3. maí 2016 10:02