Cristiano Ronaldo hélt ótrúlega ræðu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 10:00 Cristiano Ronaldo var glaðasti maðurinn á svæðinu í leikslok. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo fór grátandi af velli í fyrri hálfleik úrslitaleiks EM í gærkvöldi en þátttöka hans í leiknum var þó ekki á enda. Ronaldo átti eftir að tala trú í liðsfélaga sína í hálfleik og vera besta klappstýran í seinni hálfleiknum og framlengingunni. Cedric Soares, bakvörður portúgalska liðsins, sagði fjölmiðlum og um leið heiminum frá því eftir leikinn, að ótrúleg hálfleiksræða Cristiano Ronaldo hafi gefið liðsfélögum hans mikið. Cedric Soares viðurkenndi að portúgalska liðið hafi verið í áfalli eftir að hafa horft upp á sinn besta leikmann fara útaf vellinum grátandi á börum. Ronaldo var hinsvegar ekki grátandi þegar þeir hittu hann inn í klefa í hálfleik. „Þetta var mjög erfið stund. Það voru allir í smá áfalli. Í hálfleiknum hélt Cristiano frábæra ræðu. Hann gaf okkur mikið sjálfstraust og sagði: Hlustið, ég er viss um að við munum vinna, stöndum saman og berjumst fyrir þessu," rifjaði Cedric Soares upp í viðtali við blaðamann ESPN. „Þetta var alveg ótrúlegt. Allt liðið var með frábært hugarfar. Við sýndum það líka í þessum úrslitaleik að þegar allir berjast saman sem einn maður þá er liðið miklu sterkara," sagði Cedric Soares.Sjá einnig:Ronaldo borinn grátandi af velli í París „Ronaldo var frábær og viðhorfið hans var ótrúlegt. Hann hefur alltaf komið með hvetjandi orð inn í liðið og það hefur góð áhrif á alla í liðinu. Hann var líka alltaf að koma með réttu orðin til manna á ýmsum tímapunktum í leiknum," sagði Cedric Soares. Cristiano Ronaldo leit út eins og drífandi aðstoðarþjálfari í seinni hálfleiknum þar sem hann haltraði um á öðrum fætinum. Miguel Delaney á ESPN sagði einnig frá því að Cristiano Ronaldo hafi farið fyrir kóngódansi í viðtalsherberginu eftir leikinn á milli þess að hann faðmaði liðsfélaga sína sem voru í viðtölum. Þar fór svo sannarlega hamingjusamur maður.Cristiano Ronaldo með þjálfaranum Fernando Santos á hliðarlínunni.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07 Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23 Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30 Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30 Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Ronaldo og félagar Evrópumeistarar | Myndaveisla Éder tryggði Portúgölum sinn fyrsta sigur á stórmóti er hann skoraði sigurmarkið gegn Frökkum í úrslitaleik EM 2016 á Stade de France í kvöld. 10. júlí 2016 22:07
Pepe: Vildum vinna þetta fyrir Ronaldo Pepe, besti leikmaður úrslitaleik Frakklands og Portúgals, segir að leikmenn portúgalska liðsins hafi verið staðráðnir í að vinna úrslitaleikinn fyrir meiddan Ronaldo. 10. júlí 2016 22:23
Portúgal Evrópumeistari í fyrsta sinn Portúgal er Evrópumeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Frakklandi í framlengdum úrslitaleik í París í kvöld. 10. júlí 2016 21:30
Eder: Ronaldo sagði við mig að ég myndi skora sigurmarkið Hetja Portúgala í úrslitaleik Evrópumótsins í gær kom úr óvæntri átt því eftir að Cristiano Ronaldo fór meiddur af velli í fyrri hálfleik var það Eder sem kom inná í seinni hálfleiknum og skoraði sigurmarkið í framlengingu. 11. júlí 2016 08:30
Hetjan Éder: Þetta var verðskuldað "Þetta var frábær stund. Okkar lið lagði virkilega mikið á sig og vissum að portúgalska fólkið væri á bakvið okkur," sagði hetja Portúgala, Eder, í úrslitaleik EM í kvöld. 10. júlí 2016 22:36