Aron Einar rétt slapp við að vera mesti síbrotamaðurinn á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 13:15 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira