Kínversk rannsóknastöð rís á sveitabæ í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2016 20:30 Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory. Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Kínversk rannsóknastöð rís nú á sveitabæ skammt frá Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Heimskautastofnun Kína hyggst rannsaka þar norðurljósin í samstarfi við íslenskar vísindastofnanir. Í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan, voru sýndar myndir af framkvæmdunum og teikningar af stöðinni, eins og hún mun líta út fullbúin. Við hringveginn í Reykjadal, tvo kílómetra sunnan Laugaskóla, stendur jörðin Kárhóll og þar sjáum við byggingarkrana, steypudælu og steypubíl. Fyrirtækið SS-byggir á Akureyri er að steypa upp sjöhundruð fermetra rannsóknahús fyrir íslenska sjálfseignarstofnun, Aurora Observatory, sem atvinnuþróunarfélög Eyfirðinga og Þingeyinga stofnuðu ásamt fleirum. SS-byggir á Akureyri annast uppsteypu hússins.Stö- 2/Friðrik Þór Halldórsson. Félagið keypti jörðina fyrir 80 milljónir króna og reisir bygginguna fyrir yfir 300 milljónir króna. Kostnaðurinn verður greiddur með leigutekjum frá Heimskautastofnun Kína. Verkefnið hófst í framhaldi af samstarfssamningi íslenskra og kínverska stjórnvalda árið 2012 um norðurslóðir en þar var meðal annars gert ráð fyrir þeim möguleika að koma á fót norðurljósaathuganastöð á Íslandi. Kínversk fjárfesting í þingeyskum sveitadal hefur hins vegar vakið tortryggni hjá sumum, sem hafa spurt hvort hér sé eitthvað annað á ferðinni en saklaus norðurljósarannsóknastöð. Svona mun rannsóknastöðin í Reykjadal líta út fullbyggð. Laugar í baksýn.Grafík/Aurora Observatory. Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir þessa tortryggni hins vegar algerlega óþarfa. Íslenskar vísindastofnanir verði í samstarfi við þá kínversku, þeirra á meðal Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stöðin verði jafnframt opin vísindamönnum annarra þjóða. Þá sé ráðgert að hafa gestastofu í húsinu sem verði opin almenningi. Reinhard segir stöðina skapa ómæld tækifæri fyrir alþjóðlegt vísindasamstarf, en einnig fyrir norðurljósaferðamennsku á Norðurlandi. Þá stuðli hún beint og óbeint að fjölbreyttara atvinnulífi í héraðinu. Áformað er að starfsemin hefjist fyrir lok þessa árs en húsið verður þó ekki fullbyggt fyrr en á næsta ári. Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína. Fulltrúar Raunvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Háskólans á Akureyri verða í vísindaráði.Grafík/Aurora Observatory.
Þingeyjarsveit Norðurslóðir Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58 Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00 Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24 Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46 Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið. 8. nóvember 2015 21:58
Norðurljósaver í Reykjadalnum Fyrsta skóflustunga að Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal var tekin gær. 3. júní 2014 08:00
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Aukið vísindasamstarf við Kína Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fór í formlega heimsókn til Kína í mars á þessu ári en tilgangur ferðarinnar var að undirrita samstarfsyfirlýsingu við Natural Science Foundation of China (NSFC) og þróa áframhaldandi vísindasamstarf. 21. apríl 2015 13:24
Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. 15. apríl 2013 11:19
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Kínverjar vilja kaupa jörð í Reykjadal Kínverjar leita nú leiða til að fá áratuga aðgang að jörð í Reykjadal vegna norðurljósarannsókna. Til skoðunar er að stofnað verði félag um málið með Arctic Portal, Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 8. maí 2013 09:46
Fyrsta skóflustungan tekin í dag á Kárhóli Byggja á 700 fermetra norðurljósarannsóknarstöð sem er liður í samkomulagi við Heimskautastofnun Kína. 2. júní 2014 23:19