Vill sjá Birki Bjarnason í enska úrvalsdeildarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:00 Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Sjá meira
Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30
Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30
Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31