Hóta að loka himninum yfir Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 11:44 Yfirvöld í Kína sögðu í dag að þeir hefðu rétt á því að koma upp lofvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi. Þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær um að Kína ætti ekki tilkall til hafsvæðisins. Kína hefur eignað sér um 90 prósent Suður-Kyrrahafs á grunni korts frá 1947.Liu Zhenmin, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sagði að úrskurður gerðardómstólsins hefði engin áhrif á fullveldi Kína yfir hafsvæðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann einnig að ef loftvarnarsvæði yrði komið upp þyrftu allar flugvélar sem færu um svæðið að tilkynna ferðina til yfirvalda í Kína áður.„Ef öryggi okkar er ógnað, höfum við auðvitað réttinn til þess að koma því upp. Við vonumst til þess að aðrar þjóðir noti ekki tækifærið til að ógna Kína og vinni þess í stað með Kína til að standa vörð um frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, svo deilurnar endi ekki í átökum.“Sjá einnig: Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-KínahafiLiu sakaði Filippseyjar, sem höfðuð málið gegn Kína, um að valda deilum í Suður-Kínahafi. Hann sagði að það myndi borga sig fyrir yfirvöld þar að eiga í samstarfi við Kína. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Rík fiskimið eru á svæðinu og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Um fimm billjónir dala virði af vörum eru fluttar um Suður-Kínahaf á ári hverju. Það samsvarar um 610 billjónum króna.Hér má heyra Bjarna Má Magnússon, doktor í hafrétti, ræða um hvað deilan í Suður-Kínahafi snýst í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Yfirvöld í Kína sögðu í dag að þeir hefðu rétt á því að koma upp lofvarnarsvæði yfir Suður-Kínahafi. Þrátt fyrir úrskurð Alþjóðagerðardómstólsins í gær um að Kína ætti ekki tilkall til hafsvæðisins. Kína hefur eignað sér um 90 prósent Suður-Kyrrahafs á grunni korts frá 1947.Liu Zhenmin, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, sagði að úrskurður gerðardómstólsins hefði engin áhrif á fullveldi Kína yfir hafsvæðinu. Á blaðamannafundi í morgun sagði hann einnig að ef loftvarnarsvæði yrði komið upp þyrftu allar flugvélar sem færu um svæðið að tilkynna ferðina til yfirvalda í Kína áður.„Ef öryggi okkar er ógnað, höfum við auðvitað réttinn til þess að koma því upp. Við vonumst til þess að aðrar þjóðir noti ekki tækifærið til að ógna Kína og vinni þess í stað með Kína til að standa vörð um frið og stöðugleika í Suður-Kínahafi, svo deilurnar endi ekki í átökum.“Sjá einnig: Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-KínahafiLiu sakaði Filippseyjar, sem höfðuð málið gegn Kína, um að valda deilum í Suður-Kínahafi. Hann sagði að það myndi borga sig fyrir yfirvöld þar að eiga í samstarfi við Kína. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Rík fiskimið eru á svæðinu og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Um fimm billjónir dala virði af vörum eru fluttar um Suður-Kínahaf á ári hverju. Það samsvarar um 610 billjónum króna.Hér má heyra Bjarna Má Magnússon, doktor í hafrétti, ræða um hvað deilan í Suður-Kínahafi snýst í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07 Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs Mikil óvissa er hjá fyritækjum í skipaflutningum og olíuvinnslu vegna aukinnar spennu á svæðinu. 12. júlí 2016 14:07
Kveða upp úrskurð í málefnum Suður-Kínahafs í dag Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. 12. júlí 2016 07:49
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs. 7. júlí 2016 11:15