Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 10:43 Einn af fórnarlömbum árásanna í Nice í gærkvöldi. vísir/getty Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“