Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 12:16 Vettvangurinn daginn eftir. vísir/epa „Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
„Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50