Tekjur Íslendinga: Davíð Oddsson langtekjuhæstur fjölmiðlamanna enn á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2016 09:40 Davíð Oddsson, Páll Magnússon, Kolbrún Bergþórsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Egill Helgason vísir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er langtekjuhæstur fjölmiðlamanna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt tölum blaðsins er hann með um 3,6 milljónir króna í tekjur á mánuði en hann var einnig langtekjuhæstur í fyrra og var þá með rúmlega 3,3 milljónir króna í tekjur. Næstur á eftir Davíð á listanum er samstarfsmaður hans hjá Morgunblaðinu Haraldur Johannessen sem einnig er ritstjóri blaðsins sem og framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags blaðsins. Hann er með um 2,4 milljónir á mánuði samkvæmt tekjublaðinu. Í þriðja sæti er Páll Magnússon þáttastjórnandi þáttarins Sprengisands á Bylgjunni með um 2,1 milljónir á mánuði. Hann er reyndar nýtekinn við stjórnartaumunum á Sprengisandi en var meðal annars með þætti á Hringbraut á liðnu ári. Ragnhildur Sverrisdóttir kynningarfulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar er tekjuhæsta konan í fjölmiðlabransanum samkvæmt Frjálsri verslun en hún er í fjórða sæti listans með tæpar tvær milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er svo Björn Ingi Hrafnsson útgefandi Vefpressunnar og DV með um 1,8 milljónir á mánuði. Jón Kristinn Laufdal Ásgeirsson auglýsingastjóri Fréttablaðsins kemur fast á hæla Björns Inga einnig með um 1,8 milljón á mánuði og þá er Ómar R. Valdimarsson fréttamaður Bloomberg með um 1,7 milljónir á mánuði. Egill Helgason dagskrárgerðarmaður RÚV er hæstlaunaðasti starfsmaður ríkisfjölmiðilsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar með um 1,4 milljónir á mánuði. Fast á eftir honum kemur Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV einnig með um 1,4 milljónir á mánuði og í 10. sæti er Eggert Skúlason fyrrverandi ritstjóri DV með um 1,2 milljónir á mánuði en hann lét af störfum fyrir um mánuði síðan. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2015 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08 Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14 Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. getur reiknað með ríflegri launahækkun Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og verðandi forseti, mun hækka verulega í launum þegar hann tekur við embætti forseta. 1. júlí 2016 08:08
Tekjur Íslendinga: Árni með tæpar 50 milljónir á mánuði Skattakóngur Íslands er með ríflega 47 milljónir í tekjur á mánuði. 1. júlí 2016 09:14
Tekjur Íslendinga: Meðlimir Of Monsters and Men raða sér í efstu sæti tekjuhæstu listamannanna Hljómsveitin hefur verið að gera það gott erlendis undanfarin ár. 1. júlí 2016 08:34
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun