Íslendingur í táragasi í Marseille: „Þetta var svolítið scary“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2016 13:03 Vísir/EPA Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Líklegt þykir að UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, muni leggja harðar refsiaðgerðir gegn rússnesku knattspyrnusamtökunum en nokkrir slösuðust alvarlega þegar stuðningsmenn rússneska landsliðsins í knattspyrnu réðust á áhangendur enska landsliðsins í gær. Þrjátíu og fimm hið minnsta slösuðust í átökunum. Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Mariseille eftir að átök brutust milli stuðningsmanna Englands og Rússland. Það sló í brýnu milli áhangenda fyrir of eftir viðureign liðanna á Evrópumótinu í fótbolta sem haldið er í Frakklandi. Fjölmargir slösuðust í átökunum, ekki færri en þrjátíu og fimm samkvæmt breska sendiráðinu í Frakklandi. Rússneskir stuðningsmenn kveiktu á blysum á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille eftir að Rússar jöfnuðu gegn Englendingum í uppbótartíma. Stuttu seinna veittust rússnesku stuðningsmennirnir að þeim ensku með höggum og spörkum. Margir særðust hamaganginum og glundroðanum sem myndaðist. Á meðal þeirra sem slösuðust var rétt rúmlega fimmtugur breskur karlmaður en ítrekað var sparkað í höfuð hans. Með hjartahnoði tókst að endurlífga manninn og var hann fluttur undir læknishendur, alblóðugur og í alvarlegu ástandi.Átökin héldu áfram í miðborg Marseille og þurfti lögregla að beita táragasi gegn bullunum. Borgaryfirvöld ákváðu að loka lestarkerfi borgarinnar til að koma í veg fyrir áframhaldandi átök. Birkir Björnsson er í Marseille og varð vitni að óeirðarástandinu í gær. Íslendingur í táragasi„Áður en við vitum af er lögreglan farin að smala fólkinu frá þessum stöðum og á eitthvað torg sem er þarna. Þar byrjuðum við að heyra sprengingar fyri framan okkur og áður en við vitum af erum við lentir í reyknum sjálfir,“ segir Birkir Björnsson, Íslendingur í París. „Þetta var svolítið scary,“ segir Birkir, Hann hafi átt erfitt með andardrátt og ekki vitað hvað hafi verið að gerast í kringum hann. „Maður veit ekki hvort einhver sé að fara að hlaupa á þig, áttu að hlaupa eða vera kyrr?“ segir Birkir sem var búinn að jafna sig á látunum í gær. „Þegar þetta er búið er þetta bara minning.“Refsiaðgerðir óákveðnarAganefnd UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, mun funda sérstaklega um málið en talið er líklegt að rússneska knattspyrnusamtökin muni sæta alvarlegum refsiaðgerðum vegna málsins en stuðningsmenn Rússlands eru sakaðir um óeirðir, ofbeldi, kynþáttaníð og að hafa kveikt í flugeldum á meðan leikurinn stóð yfir.Í fréttatilkynningu frá UEFA kemur fram að niðurstaða aganefndarinnar muni liggja fyrir á þriðjudaginn. Næsti leikur Rússa er gegn Slóvakíu á miðvikudaginn.Íþróttamálaráðherra Rússlands, Vitaly Mutko, sagði fjölmiðlum í morgun að rússneska knattspyrnusambandið muni greiða sekt aganefndar UEFA. Hann sagði stuðningsmenn landsliðsins hafa hagað sér illa.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39 UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Lögregla beitti táragasi í átökum við stuðningsmenn. 12. júní 2016 08:39
UEFA grípur til aðgerða gagnvart Rússum eftir ólætin í Marseille Ólætin í Marseille gætu dregið dilk á eftir sér. 12. júní 2016 12:22