Tafir á millilandaflugi vegna forfalla hjá flugumferðarstjórum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. júní 2016 11:29 Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra. Vísir/Pjetur Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag. Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll lá niðri um tíma í morgun og urðu nokkrar tafir á flugi eftir að það hófst á ný. Ástæðan er forföll flugumferðarstjóra en ekkert fæst uppgefið um gang kjaraviðræðna þeirra og Isavia. Nokkrar raskanir hafa orðið bæði á millilanda- og innanlandsflugi síðustu mánuði, meðal annars vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Flugumferðarstjórar hafa verið kjarasamningslausir síðan í febrúar. Í byrjun apríl settu þeir á yfirvinnubann til að knýja á um lausn kjaradeilu sinnar og Isavia. Þann 8. júní síðastliðinn gripu svo stjórnvöld inn í deiluna með því að setja lög sem bönnuðu allar aðgerðir flugumferðarstjóra í tengslum við kjaradeiluna. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að misjafnlega hafi gengið að fá flugumferðarstjóra til að koma á aukavaktir vegna forfalla eftir að lög voru sett á deiluna. Engin yfirvinnuskylda er í kjarasamningum þeirra. „Það hefur oft verið erfiðleikum bundið að manna þessar vaktir þegar það eru forföll, núna sem sagt eftir að lög voru sett á yfirvinnubannið,“ segir Guðni. Nú síðast í morgun lá flug niðri um tíma vegna forfalla flugumferðarstjóra.Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Vísir/Ernir„Þjónusta var takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug milli 9 og 9:30 í morgun og það olli einhverjum frekari töfum á vélum sem höfðu tafist í morgun út af öðrum sökum,“ segir Guðni. „Verklagið er þannig að þegar það er minni mönnun og það þarf að takmarka þjónustu, þá er takmörkunin gerð þegar sem minnst flugumferð er í gangi. En þar sem áætlun hafði færst eitthvað til þá hafði það áhrif.“ Þá segir Guðni seinkanir hafa orðið á flugi eftir að flogið var á ný.Fimm dagar þar til frestur til að semja rennur út Hvorki Isavia eða flugumferðarstjórar vilja gefa neitt upp um gang kjaraviðræða þeirra. Samninganefndirnar hafa aðeins fimm daga til viðbótar til að ná sáttum í deilunni annars verður skipaður gerðardómur sem úrskurðar um laun flugumferðarstjóra. Síðasti samningafundur samninganefndanna hjá Ríkissáttasemjara var fyrir helgina og ætla þær að hittast aftur eftir hádegi á morgun. Guðni segir að það verði að koma í ljós hvort að það takist að semja áður en fresturinn rennur út. „Það er allavega verið að funda áfram og ég held að það sé vilji hjá öllum aðilum sé að klára þetta sem fyrst,“ segir hann. Flugumferðarstjórar hafa bent á að þeir séu of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem þeir þurfi. Fjölga þurfi því flugumferðarstjórum. Aðspurður hvort að sá vandi leysist ef aðilar ná saman um nýjan kjarasamning segir Guðni að hann vonist til þess. „Við vonum að þessi mönnunarmál leysist sem allra fyrst,“ segir Guðni. Hann segir að hugsanlega geti frekari raskanir orðið á millilandaflugi í dag.
Tengdar fréttir Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38 Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10 Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt. 8. júní 2016 14:38
Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til. 8. júní 2016 12:10
Flugumferðarstjórar hissa á skorðum sem Gerðardómi eru settar Ósáttir með lagasetningu á aðgerðir þeirra en vona að samningar takist fyrir 24. júní. 9. júní 2016 11:31