Innlent

Ráðist á pilt á heim­leið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír gistu fangageymslur lögreglu í morgun.
Þrír gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Lögregla rannsakar einnig eignaspjöll á bílskúr og innbrot í geymslur í fjölbýlishúsi.

Einn var handtekinn eftir að neyðarboð bárust frá strætisvagni vegna farþega sem var með uppsteyt. Viðkomandi neitaði að segja til nafns og var því fluttur á lögreglustöð en látinn laus eftir samtal.

Annar var handtekinn vegna óspekta á almannafæri og þá var ökumaður fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangageymslu eftir að hafa haft uppi ógnandi tilburði á vettvangi og neitað að fylgja fyrirmælum lögreglu.

Alls voru sex stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×