Sjötíu prósent vilja kjósa til þings í haust Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka vilja að kosið verði til Alþingis strax í haust frekar en næsta vor. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þegar ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum 7.apríl, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti, sögðu oddvitar ríkisstjórnarinnar að kosið yrði til Alþingis í haust. Þetta hafa þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi ítrekað síðan þá. En skoðanir um áætlaðan kjördag eru þó skiptar, einkum meðal framsóknarmanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði til að mynda á Bylgjunni að hann teldi ekki liggja á kosningum í haust. Það hafa þingkonurnar Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir einnig gert, svo dæmi séu tekin. Skoðanir almennings eru þó nokkuð afgerandi. Þegar svör könnunarinnar eru skoðuð í heild sést að 60 prósent vilja kjósa í haust, 26 prósent vilja kjósa í vor, 12 prósent segjast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö prósent vilja ekki svara. Þegar einungis eru skoðuð svör þeirra sem afstöðu taka sést að 69,5 prósent vilja kjósa í haust en 30,5 prósent í vor. Heldur fleiri konur vilja kjósa í haust en karlar. Fólk á aldrinum 18-49 ára vill fremur kjósa í haust en þeir sem eldri eru. Könnunin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náðist í 772 og var svarhlutfallið því 84 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 85,7 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51 Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Stóru málin fyrst, kosningar svo Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að kosningar í haust byggi á að búið verði að afgreiða þau stóru mál sem ríkisstjórnin ætlar sér að klára á kjörtímabilinu. 29. maí 2016 12:51
Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. 26. maí 2016 22:59