Uppgangur Vinstri grænna er ekkert fagnaðarefni fyrir feður Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 30. maí 2016 14:51 Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Feðrum er vandi á höndum þegar þeir gera upp hug sinn við alþingiskosningar, þar sem stjórnmálin eru almennt áhugalaus um mannréttindi þeirra eftir skilnað. Þótt mikil vitundarvakning hafi átt sér stað síðustu misserin varðandi umgengnismál og lífskjör umgengnisforeldra, ber lítið á stefnumótun stjórnmálaaflanna í málefnum þeirra. Er nærtækt að nefna að forsetaframbjóðendur leggja mikið upp úr jafnrétti kynjanna og keppast við að kalla sjálfa sig femínista, en nefna hvergi þau mannréttindabrot sem eiga sér stað á Íslandi gagnvart fráskildum feðrum. Sjálfstæðisflokkurinn var fyrstur flokka til að samþykkja greinagóðar ályktanir um foreldrajafnrétti á Landsfundi, og má nefna að Pétur H. Blöndal heitinn, var frumkvöðull á vettvangi stjórnmálanna við að benda á bág lífskjör umgengnisforeldra og það óréttlæti sem þeir mæta í samfélaginu. Mikil tímamót urðu við myndun núsitjandi ríkisstjórnar þegar ákvæði um foreldrajafnrétti var sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkana. Stjórnarflokkarnir hafa náð árangri með að undirbyggja viðamiklar breytingar á réttindum fráskilinna feðra, og má nefna bætta almannaskráningu, og tillögur um jöfn réttindi skilnaðarforeldra til velferðarbóta. Að auki hefur Eygló Harðardóttir lagt fram frumvarp um húsnæðisbætur sem veita tekjulágum fráskildum feðrum rétt til húsnæðisbóta sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstaklingar. Er ástæða til að þakka ríkisstjórnarflokkunum fyrir góð verk. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi ekki skýra afstöðu í stefnuskrá sinni til foreldrajafnréttis, hafa kjörnir fulltrúar flokksins gengið vasklega fram við að bæta kjör fráskilinna feðra, og nægir að nefna feðraorlofið og húsnæðisfrumvarp Eyglóar í því sambandi. Björt framtíð er hins vegar sá stjórnmálaflokkur sem gengið hafa hvað harðast við að vinna að réttindum fráskilinna feðra og er nærtækt að nefna þingsályktunartillögur Guðmundar Steingrímssonar um almannaskráningu og rannsóknir á þjóðfélagshópnum sem samþykktar voru á Alþingi á kjörtímabilinu. Er sárt til þess að hugsa að Björt framtíð búi við lágt fylgi miðað við hversu mikið hún hefur lagt sig fram við að bæta hag umgengnisforeldra. Píratar eru óskrifað blað hvað varðar málefni umgengnisforeldra og hefur ekki heyrst frá þeim setning né orð um málefni feðra. Við höfum lengi vitað af velvilja ýmissa kjörinna fulltrúa Samfylkingar í garð feðra, og er rétt að benda á að Samtök umgengnisforeldra áttu afskaplega góð samskipti við Guðbjart Hannesson heitinn um okkar réttindabaráttu. Að auki vitum við að mörgum bandamönnum innan þeirra raða, en góður vilji þessarra manna virðast stranda á afturhaldsöflum innan flokksins. Vegna þess hefur Samfylkingin ekkert beitt sér í þágu feðra á Íslandi. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur gengið hvað harðast gegn mannréttindum fráskildra feðra er hins vegar Vinstri græn. Framganga þeirra hefur því ekki einkennst af tómlæti í garð feðra, heldur beinni andúð. Nægir að nefna í því sambandi framgöngu Ögmundar Jónassonar, þáverandi innanríkisráðherra, þegar hann lagði fram frumvarp um barnalög á Alþingi árið 2012, þar sem hann beitti sér fyrir því að veikja rétt feðra til umgengni við börn sín og meina dómurum um að dæma um sameiginlega forsjá. Gerði hann það með aðstoð Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Ögmundar og fyrrum talskonu Femínistafélags Íslands. Má þar nefna að Femínistafélag Íslands hefur í ræðu og riti veist að réttindum feðra og beitt sér fyrir enn frekari réttindaskerðingum er varðar umgengni og lífskjör. Hafi það félag skömm fyrir alla tíð! Gríðarleg fylgisaukning Vinstri grænna er því ekkert skemmtiefni fyrir feður á Íslandi og er mikilvægt að kjörnir fulltrúar þess flokks sverji af sér þá andúð sem flokkurinn hefur sýnt feðrum á Íslandi á undanförnum árum. Mikilvægt er að allir karlmenn séu meðvitaðir um afstöðu stjórnmálaflokkanna til mannréttinda feðra. Í lagaframkvæmd hafa feður í reynd ekki rétt til umgengni við börn sín, þótt lögin kveði á um annað. Fráskildum feðrum er haldið í fátækt og koma stjórnvöld fram við þá eins og glæpamenn við innheimtu meðlaga og veitingu hvers kyns félagslegrar aðstoðar. Hvetja Samtök umgengnisforeldra landsmenn alla að taka tillit til afstöðu stjórnmálaflokkanna til málefna feðra þegar þeir kjósa í næstu alþingiskosningum.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar