Þingveturinn „ömurlegur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:33 Óttarr Proppé. Vísir/Stefán „Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“ Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
„Þingveturinn sem nú er að líða hefur verið hreint út sagt ömurlegur,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Sagði hann það vera eina orðið yfir þennan þingvetur. Afhjúpanir úr Panama-skjölunum, viðtalið fræga við fyrrverandi forsætisráðherra, afsögn forsætisráðherra hafa haft djúpstæð áhrif, ekki bara á stjórnmálin heldur á Íslendinga alla. Hann sagði Panama-gögnin hafa leitt í ljós að á Íslandi eru tvær þjóðir, þeir sem búa við forréttindi, innmúruð völd, tækifæri umfram aðra og síðan eru það allir hinir. „Tengsl stjórnmálamanna við vafasama viðskiptahætti aflandsfélaga, og það að hafa vísvitandi leynt þeim tengslum, reyndist þjóðinni ómögulegt að kyngja. Enda er það gjörsamlega óásættanlegt. Þetta er hreinlega ekki heiðarlegt. Það er ekkert skrýtið við það að þjóðfélagið fari á hvolf og stjórnmálalífið sé lamað eftir.“ Óttarr sagði lottóvinninga á borð við aukinn ferðamannastraum, makrílgegnd og lágt olíuverð hafa stuðlað að endurreisn efnahagslífsins. „Nýtum lærdóminn af panamaskjölunum til breytinga. Breytum kerfinu þar sem það er ekki að virka. Byggjum á því sem virkar og gerum það enn betra. Tímar meðvirkni og fortíðarþrár eru liðnir. Það er búið að gefa því séns. Það hefur ekki gengið upp.“ Hann sagði Bjarta framtíð hafa lagt áherslu á að ungt fólk hafi tækifæri til að mennta sig, geti eignast húsnæði og sjá fram á atvinnulíf sem er fjölbreytt, skapandi og hentar þeim. Hann sagði að okkur hafa fengið jörðina í arf frá forfeðrum okkar en vildi sjálfur meina að við séum ekki síðar með hana í láni frá komandi kynslóðum. Þetta eigi sannarlega við um náttúruna og samfélagið allt, efnahagslífið og mannlífið. „Réttlæti og gagnsæi er grunngildi sem skipta miklu máli fyrir samfélagið í dag. En þau eru algjör forsenda inn í framtíðina.“ „Við þurfum að hafa kjark til þess að viðurkenna vandann og hugrekki til þess að taka á honum. Við þurfum sýn um heiðarlegt og réttlátt samfélag þar sem kraftar allra nýtast og tækifærin bjóðast öllum en ekki bara sumum. Við þurfum að tryggja að arður af sameiginlegum auðlindum okkar nýtist öllu samfélaginu en ekki bara sumum. Við þurfum að þora að hugsa til framtíðarinnar en ekki bara sætta okkur við að lappa upp á það sem einu sinni gekk og vonast síðan til þess að það reddist. Samtal við þjóðina um þessa sýn og um grundvallargildi getur ekki beðið.“
Alþingi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira