Tólf kynferðisbrot frá árinu 2011 eru sögð tengjast kampavínsklúbbunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Upphafsmaður umræðu á Alþingi um kampavínsklúbba sagði þá vera sér þyrni í augum. NordicPhotos/Getty Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Frá árinu 2011 hafa 66 brot sem tengjast svokölluðum kampavínsklúbbum verið skráð í málaskrá lögreglu. Þetta kom fram í máli Ólafar Nordal innanríkisráðherra í sérstakri umræðu um kampavínsklúbba á Alþingi í gær. Ólöf sagði að af þessum 66 brotum væru tólf kynferðisbrot og þar af 11 brot sem tengjast vændi. Ólöf sagði að þessir staðir væru leyfisskyldir og þeim væri ekki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar. Upphafsmaður umræðunnar var Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þorsteinn sagði að starfsemi kampavínsklúbba hefði lengi verið sér þyrnir í augum. Vændi og mansal sem tengjast þessum stöðum væri vandamál. Vildi Þorsteinn vita hvort innanríkisráðherra teldi að lagabreytingu þyrfti til að koma böndum á klúbbana og hvort ráðherra ætlaði að beita sér fyrir slíkri lagasetningu. Ólöf Nordal svaraði því til að starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba væri eftirlitsskyld. Þeim væri bannað að gera út á nektarsýningar og nekt starfsmanna eða annarra. „Um þessar mundir er mikil vitundarvakning innan samfélagsins um vændi og mansal,“ sagði Ólöf. Að sögn innanríkisráðherra er nú á vegum ráðuneytisins unnið eftir aðgerðaáætlun gegn mansali. „Í því samhengi ber að geta þess að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð aukin áhersla á brot er tengjast mansali og vændi. Rannsóknir á mansali og vændi hafa verið settar í forgang og sérstakur lögreglufulltrúi embættisins gerður ábyrgur fyrir rannsóknum á umræddum brotum,“ sagði ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira